Margir upplifa mikla óánægju með líkamsvöxt eða útlit sitt. Tíðni slæmrar líkamsmyndar er mjög há, sérstaklega meðal stúlkna. Slæm líkamsmynd getur haft mikil áhrif á daglegt líf. Til að mynda getur slæm líkamsmynd haft þau áhrif að við forðumst að taka þátt í félagslífi vegna óánægju með útlit. Slæm líkamsmynd getur einnig valdið vanlíðan, ýtt undir megrun, ofát og átraskanir. Það er því mikilvægt að stuðla að bættri líkamsmynd barna og unglinga. Til eru erlendar bækur sem stuðla að bættri líkamsmynd. Okkur langar að hvetja ykkur til að skoða bækur eins og:
Health at every size: The surprising truth about your weight, eftir Lindu Bacon (http://www.lindabacon.org/)
Healthy body image: Teaching kids to eat and love their bodies too, eftir Kathy Kater (http://www.bodyimagehealth.org/)
Í bók Kathy Kater kemur fram að mikilvægt sé að leggja áherslu á heilbrigt líferni og vellíðan í stað líkamsvaxtar og þyngdar. Í meðfylgjandi skjali má finna nokkra punkta sem Kathy Kater telur mikilvægt að þekkja og fræða börn og unglinga um. Einnig má finna sömu upplýsingar á ensku.