Ítarleg verkefni sem styrkja sjálfsmynd

Þegar gott samband hefur verið náð milli barnsins/unglingsins og ráðgjafans getur hentað vel að vinna með gleði- og leiknidagbækur til að bæta sjálfsmynd barnsins/unglingsins.

Hér er um dagbókarverkefni að ræða þar sem barnið kortleggur gleðistundir sínar yfir vikuna og síðar leiknistundir sínar. Einstaklingar með slæma sjálfsmynd eiga það til að taka síður eftir gleðilegum stundum í lífi sínu en aðrir. Einnig eiga þeir það til að gera lítið úr afrekum sínum, eða hreinlega taka ekki eftir þeim. Fyrsta skrefið í að læra að meta hvern dag er að fá skýra mynd af því hvernig viðkomandi ver deginum sínum, hve sáttur hann er við eigin athafnir og hve vel hann tekur eftir gleðistundum og afrekum (leiknistundum). Með því að styðjast við gleði- og leiknidagbækur er hægt að kortleggja betur daglegt líf skjólstæðingsins. Dagbókin er sett upp líkt og skólastundatafla þar sem hver klukkustund er skráð. Dagbókin getur ýtt undir það að börn og unglingar taki betur eftir jákvæðum atburðum í lífi þeirra og nýtist vel þegar kemur að því að skoða hvað hægt er að breyta til að gera daginn betri.

Í meðfylgjandi skjali fylgir lýsing á verkefninu og tvær útgáfur af því svo verkefnið henti börnum og unglingum á öllum aldri.

Gleði- og leiknidagbækur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s