Hvernig geta foreldrar bætt sjálfstraust barna sinna?

Þessi skemmtilega upptalning á ráðum til foreldra birtist á Yahoo.com

Hér má finna 10 einfaldar leiðir sem foreldrar geta fylgt til að bæta sjálfstraust barna sinna:

  1. Verum stolt af börnum okkar! Nýtum hvert tækifæri til að sýna árangur barna okkar, til dæmis með því að hengja listaverk á ísskápinn eða leyfa bikar að njóta sín í stofunni.
  2. Hvetjum börnin okkar til að tjá skoðun sína! Það er mikilvægt að sýna börnum að skoðun þeirra skiptir okkur máli. Leyfum börnunum að taka þátt í ákvarðanatöku er varðar t.d. heimilislífið. Börn sem þjálfast í að tjá hug sinn þora frekar að tjá skoðanir sýna og standa við það sem þau hafa trú á.
  3. Bætið eigin sjálfsmynd! Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Ef við foreldrarnir brjótum okkur niður daglega og höfum litla trú á okkur sjálf eru líkur á að barnið læri sömu hegðun.
  4. Hvetjum börnin áfram! Þegar börnin okkar takast á við erfið verkefni getur stuðningur foreldranna, hvatning og umburðarlyndi skipt sköpum.
  5. Börn hafa gott af því að bera ábyrgð! Það að finnast maður bera ábyrgð á hlutum eða verkefnum helst í hendur við það að vera stoltur af verkefninu. Það getur því haft góð áhrif á sjálfsmynd barna okkar að leyfa þeim að taka þátt í ýmsum verkefnum t.d. heimilisverkum.
  6. Gefið börnum tækifæri á að leysa vandamál sjálf! Við foreldrar erum stundum of fljót á okkur og viljum leysa vanda barna okkar fyrir þau. Leyfum börnum okkar að leysa eigin vandamál. Ef þau ná ekki að komast að farsældri lausn getur verið gott að grípa inní og veita ráðgjöf.
  7. Leyfið börnunum að finna að þau sé partur af fjölskyldunni! Það að finna að maður sé velkominn ýtir undir nám og bætt sjálfstraust.
  8. Hvetjið börnin til að prufa nýja hluti! Að prurfa eitthvað nýtt getur verið óhugnanlegt. Til að börnin öðlist reynslu og færni er mikilvægt að þau fái að prufa sig áfram.
  9. Við skulum varast það að „stimpla“ börnin! Sjálfsmyndin byrjar að mótast strax í æsku. Það að upplifa ítrekað ákveðna „stimplun“ t.d. hún er svo feimin… hann er svo óþekkur…… getur haft neikvæð áhrif á sjálfsmyndina.
  10. Hrósið fyrir viðleitni! Það mesta sem við getum búist við af börnum okkar er að þau geri sitt besta. Börnum sem er hrósað fyrir það hve mikið þau leggja á sig við verkefni eru líklegri til að leggja meira á sig en börnum sem er hrósað fyrir árangurinn. Betra er því að hrósa barni sem lagði sig allan fram við stærðfræðiprófið fyrir fyrirhöfnina í stað þess að hrósa barninu fyrir einkunnina sem það fær.
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s