Að verja tíma með börnum sínum

Flestir foreldrar vilja að börn þeirra hafi góða og heilbrigða sjálfsmynd. Enda eru börn með sterka sjálfsmynd líklegri til að líða vel, eiga fleiri vini, leggja mikið á sig til þess að ná árangri og standast freistingar en börn með brothætta og neikvæða sjálfsmynd.

Það er engin einföld  töfralausn til sem tryggir að barn þrói með sér gott sjálfstraust, en þó hafa foreldrar mikið um það að segja hvort svo verði.

Eitt það besta sem foreldrar geta gert til að stuðla að jákvæðri sjálfsmynd barna sinna er einfaldlega að eyða tíma með þeim, á forsendum barnanna. Að eyða tíma með barni í að spila fótbolta, kubba, tefla eða hvað það sem barni þykir eftirsóknavert gefur skýr skilaboð um að barnið sé einhvers virði. Það getur hinsvegar gefið villandi skilaboð til barns að heyra það reglulega að það sé frábært og skemmtilegt ef það er ekki sýnt í verki.

Skipulagður tími nokkrum sinnum í viku þar sem barn fær óskipta athygli foreldris stuðlar auk þess að æskilegri hegðun og betri samskiptum milli foreldris og barns.

Tími er dýrmætur og margir eru stöðugt að velta fyrir sér hvernig honum sé best varið. Niðurstaðan er að sjálfsögðu ólík á milli manna enda misjafnt hvað fólk vill nota tíma sinn í.  Það er hinsvegar ólíklegt að foreldri sjái eftir að hafa eytt tíma með barni sínu í leik og þar með gefið því dýrmætar minningar og tilfinninguna um að það skipti máli!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s