6h.is

Heilsuvefurinn http://www.6H.is  er samstarfsverkefni  Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Barnaspítala Hringsins og Embætti landlæknis. Markmið með þessum heilsuvef er að útvega áreiðanlegar upplýsingar frá fagfólki um heilsutengda þætti fyrir börn, unglinga og foreldra. Sex hugtök sem byrja öll á H mynda umgjörð 6H heilsunnar þetta eru hugtökin: hollusta, hreyfing, hamingja, hugrekki, hvíld og hreinlæti. Sjöunda hugtakið sem er kynþroski hefur síðan skírskotun til tölustafsins 6. Að lokum eru slysavarnir og neytendaheilsa efnisflokkar sem ganga þvert á hina sjö efnisflokkana.  Við gerð fræðsluefnisins voru eftirfarandi atriði höfð að leiðarljósi:

 • Börnin átti sig á ákveðinni heildarmynd heilbrigðs lífsstíls:  6H heilsunnar
 • Skýr markmið sett fram með hverri fræðslu.
 • Áhersla á jákvæðar og styrkjandi leiðbeiningar.
 • Áhersla á gagnvirkan vef.
 • Áhersla á að þjóna hverjum markhópi fyrir sig, þ,e, börnum, unglingum og foreldrum.

 Á vefsíðunni má finna hagnýtar upplýsingar um sjálfsmynd. Þar má einnig finna nokkur skref í að styrkja sjálfsmyndina sem tengjast orðinu SJÁLF:

Skref til að styrkja sjálfsmyndina:

Sátt við sjálfa(n) þig

 • Það er enginn fullkominn og því skaltu ekki reyna að vera það. Gerðu frekar eins vel og þú telur þig geta og vertu sátt(ur) við það.
 • Lærðu á mistökum þínum. Viðukenndu að þú hafir gert mistök því allir gera mistök á lífsleiðinni. Þau eru hluti af þroska þínum.
 • Hugsaðu um hverju þú getur breytt og hverju ekki. Ef þú vilt breyta einhverju, byrjaðu þá strax. En ef það er eitthvað sem þú getur ekki breytt (t.d. hæð þín), sættu þig þá við það og lærðu að meta það.  

Jákvæð hugsun

 • Hugsaðu jákvætt um sjálfa(n) þig. Ef þú finnur fyrir neikvæðum hugsunum um sjálfa(n) þig reyndu þá meðvitað að stoppa það t.d. með því að segja eitthvað jákvætt upphátt. Einnig er gott ráð að skrifa niður 3 jákvæð atriði um þig á hverjum degi.

Ánægja með lífið

 • Prófaðu nýja hluti, þú gætir fundið dulda hæfileika.
 • Hafðu trú á þér og skoðunum þínum. Láttu ljós þitt skína.
 • Skemmtu þér. Njóttu þess að vera með vinum þínum og fjölskyldu. Ekki bíða eftir að hlutirnir gerist, hafðu frumkvæði á samskiptum. 

Láttu vita ef þér líður illa

 • Leitaðu til þeirra sem þér þykir vænt um, það er oft gott að tala við einhvern.
 • Vertu hjálpsamur við vini og fjölskyldu. Vinsemd og hjálpsemi í garð annarra styrkir sjálfsmynd þína.

Finndu styrkleika þína og þekktu veikleika þína

 • Allir hafa einhverja styrkleika. Þú þarft að finna þína og mundu að hæfileikarnir styrkjast og þróast með þér.
 • Hugsaðu um styrkleika þína og láttu drauma þína rætast. 
 • Settu þér markmið og hvernig þú ætlar að ná þeim. Reyndu að halda þeim markmiðum sem þú setur þér.

  Mundu að það er aldrei of seint að styrkja sjálfsmyndina.
  Sterk sjálfmynd er lykill að góðri og gæfuríkri framtíð.

 Við hvetjum alla til að kynna sér vefsíðuna www.6h.is
 
 
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s