Að hugsa eins og Fjóla :)

Fjóla Dögg Helgadóttir sálfræðingur hjá Oxford Háskóla skrifaði skemmtilegan pistil um daginn á bloggi sínu sem fjallar um kvíðameðferð (http://www.ai-therapy.com/blog/cbt-tip-think-like-leslie-knope-for-a-day-and-tell-us-about-it/). Pistilinn ber heitið: Hugsaðu eins og Leslie Knope í einn dag og segðu okkur svo frá því!

Í pistlinum segir hún frá því að margir hafa líkt henni við sjónvarpspersónuna Leslie Knope úr þáttunum Parks and Recreation sem leikonan Amy Poehler leikur. Leslie er jákvæður karakter, úrræðagóð, atorkusöm og dugleg. Ég þekki Fjólu persónulega og get staðfest það að þær Leslie eiga margt sameiginlegt 🙂

Seeing the world through other people‘s eyes eða að sjá heiminn með augum annarra er aðferð sem hægt er að nýta til að bæta líðan og sjálfsmynd.

Allir þekkja einhverja persónu, ýmist raunverulega eða ekki, sem hefur skemmtilega sýn á heiminn, er jákvæð, segir frá öllu því skemmtilega og áhugaverða sem hún lendir í og er sátt við lífið og tilveruna. En hve frábært væri það ef við gætum fengið hugsunarhátt þessarar persónu lánaðan í einn dag?

Að hugsa eins og einhver annar er ákveðin aðferð sem oft er notuð í hugrænni atferlismeðferð til að bæta líðan. Verkefni dagsins er því á þá leið að við finnum persónu (t.d. vin, ættingja, sjónvarpspersónu eða teiknimyndapersónu) sem hefur skemmtilega og jákvæða sýn á lífið. Finnum einhvern sem er almennt séð sáttur við lífið og tilveruna, hamingjusamur og líður vel. Reynum að fá hugsunarhátt viðkomandi lánaðan. Þegar við lendum í erfiðum, kvíðafullum eða leiðinlegum aðstæðum eða atburðum sem gera okkur t.d. reið, leið eða kvíðin þá ætlum við að reyna að hugsa eins og þessi tiltekna persóna. Hvaða sýn hefði hún á þennan atburð, hvaða hugsanir myndu koma fram í huga hennar?

Fjóla hvetur fólk til að prufa þessa aðferð og láta sig vita hvernig til tókst með því að senda email á fjola@ai-therapy.com.

Ég ætla persónulega að prufa að hugsa eins og Fjóla í einn dag! Reyna að lifa lífinu, sjá jákvæðar hliðar á flest öllu, vera orkumikil og sjá til þess að ég upplifi öll ævintýrin sem lífið hefur upp á að bjóða.

Elva Björk Ágústsdóttir

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s