Bea and Mr. Jones

Í síðasta pistli var fjallað um mikilvægi þess að feit börn þyki vænt um líkama sinn. Börn og unglingar sem ekki uppfylli skilyrðin um hinn „flotta“ líkama (grannar stelpur, stæltir strákar) fá ítrekað neikvæð skilaboð, bæði beint og óbeint. Dæmi um bein skilaboð er t.d. útlitsstríðni í skóla eða megrunarráð. Dæmi um óbein skilaboð er t.d. fitutal fullorðinna, hræðsla annarra við aukakíló og umræða um mikilvægi þess að vera án aukakílóa.

Sum börn eru frá náttúrunnar hendi feitari en önnur börn, líkt og sum börn eru frá náttúrunnar hendi hávaxin. Þessu getur verið nær ómögulegt að breyta og það bætir ekki úr ef barnið hefur óbeit á eigin líkamsvexti.

Til að styrkja barnið er mikilvægt að einblína á kosti þess og benda á að allir líkamar eru eðlilegir. Oft reynist vel að láta barnið finna flottar fyrirmyndir sem barnið líkist.

Börn fá sjaldan að heyra og sjá gleðilegar og ævintýralegar sögur um börn sem eru feit. Börn, alveg niður í leikskólaaldur, tengja feitt vaxtarlag við eitthvað neikvætt. Það viðhorf getur haft slæm áhrif á þau. Það er því mikilvægt að miðla sögum, myndum eða öðru skemmtilegu efni til barna sem sýna börn í öllum stærðum og gerðum.

Okkur langar því að benda áhugasömum, sem vinna með ung börn eða eiga ung börn, á þessa skemmtilegu bók sem fjallar um Bea og föður hennar. Bea er orðin leið á því að vera á leikskólanum sínum. Hún vill skipta um líf við pabba sinn og fá að mæta til vinnu í stað þess að vera á leikskólanum. Faðir hennar er einnig orðinn leiður á því að mæta til vinnu alla morgna og tekur því vel í hugmyndina og þau skipta um hlutverk. Það sem gerir þessa barnasögu skemmtilega og ólíka öðrum sögum er að bæði Bea og faðir hennar eru ekki grönn. Þau eru smá þétt og eru teiknuð þannig í raun af engri sérstakri ástæðu –  nema kannski af þeirri einu ástæðu, að börn sem eru feit sjái einstaka sinnum skemmtilegar og jákvæðar persónur í bókum eða myndum sem þau geta samsamað sig við.

http://www.amazon.com/Bea-Mr-Jones-Amy-Schwartz/dp/B0058M7QH0/ref=sr_1_1?ie=UTF8&qid=1350993933&sr=8-1&keywords=Bea+and+Mr.+Jones

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s