Fögnum fjölbreytileikanum – frábært framtak hjá íslenska kvennalandsliðinu

Okkur langar að benda ykkur á þetta frábæra framtak hjá stelpunum í landsliðinu í fótbolta.

Þær vilja vekja athygli á einelti og mikilvægi þess fagna fjölbreytileikanum.

https://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=B3Y-UXX3rWc

Texti lagsins:

Ég kem heim úr skólanum, mér líður ekki vel

lít í spegilinn og átta mig ekki á því hver ég er.

Ég er ekki eins og hinir, ég lít öðruvísi út,

hegða mér á annan hátt, en samt er staðreyndin þó sú

að ég er bara ég, þarf ég að breyta hver ég er?

til þess eins að fitta inn og fá að vera með.

Hvað sem ég geri sjá þau flísina í auga mínu

en ekkert þeirra tekur eftir bjálkanum í sínu.

Það er til tvenns konar fólk, þeir sem hífa þig upp

og þeir sem rífa þig niður.

Þeir reyna að rífa þig niður til að hífa sig upp

og þeir sem hífa þig upp eru alvöru vinir.

Ég læt þetta ekki á mig fá.

Ég er sterkari en það, stend upp fyrir sjáfri mér.

Það dýrmætasta sem ég á

er þetta líf og ég mun lifa því eins og ég er.

Þegar á endann er kominn vinna þeir sem breyta rétt.

Þú sérð samt fljótt að þessi leið er ekki alltaf létt.

Sá sem ranglæti mætir ekki, fylgir alltaf hinum.

Hjálpar ekk’ og stendur ekki upp á móti vinum.

Mótlæti myndar manninn, sýnir úr hverju hann er gerður.

Ekki gefast upp þó heimurinn sé stundum harður.

Bítt’í skjaldarrendur og treystu eigin hjarta

fyrr en varir muntu sjá að þú átt framtíðina bjarta.

Það er til tvenns konar fólk, þeir sem hífa þig upp

og þeir sem rífa þig niður.

Þeir reyna að rífa þig niður til að hífa sig upp

og þeir sem hífa þig upp eru alvöru vinir.

Ég læt þetta ekki á mig fá.

Ég er sterkari en það, stend upp fyrir sjáfri mér.

Það dýrmætasta sem ég á

er þetta líf og ég mun lifa því eins og ég er.

Lag flutt af Mist Edvardsdóttur og Rakel Hönnudóttur. Textinn er eftir Katrínu Ómarsdóttur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s