Að læra að meta eiginleika sína

Margir eiga erfitt með að finna jákvæða eiginleika hjá sjálfum sér. Enn fleiri eiga erfitt með að viðurkenna eitthvað jákvætt um sjálfa sig, oft vegna hræðslu um að einhver mótmæli. Einnig óttast sumir það að teljast vera „egoistar“ eða góðir með sig ef þeir tala vel um sjálfa sig.

En það er ekkert endilega samasem merki á milli þess að vera sáttur við sjálfan sig og að vera góður með sig. Rétt sýn á sjálfan sig, bæði þegar kemur að veikleikum og styrkleikum er stór partur af góðu sjálfstrausti. Að hunsa alla jákvæðu eiginleika sína viðheldur aftur á móti slæmu sjálfstrausti.

Sumir eiga mjög auðvelt með að finna jákvæða eiginleika við sjálfa sig. Aðrir geta átt í miklum vanda með það. Í þeim tilvikum getur virkað að leita til náins vinar eða foreldra og kortleggja jákvæðu eiginleikana í samvinnu við aðra. Margir eiga í vanda með að finna styrkleika sína vegna þess þeir eru vanir því að hunsa þá og hugsa frekar um allt það sem miður fer.

Til að brjótast úr viðjum vanans er gott að gera eftirfarandi verkefni:

 • Skrifaðu á blað alla styrkleika þína með því að fylgja neðangreindum positivespurningum:
 1. Hvaða eiginleika hjá sjálfum þér líkar þér vel við? Finndu bæði lítil og stór atriði.
 2. Hvaða jákvæðu eiginleika hefurðu? Nefndu líka eiginleika sem þú sýnir stundum, ekkert endilega alltaf. Vertu sátt/ur við að hafa þann eiginleika í stað þess að hunsa hann alveg þar sem þú sýnir hann ekki fullkomlega alltaf (t.d. ég hjálpa öðrum oft, en ekki alltaf, þannig ég tel mig vera hjálpsama).
 3. Hvaða árangri hefurðu náð í lífinu (stórum og smáum)? Þetta þarf alls ekki að vera einhverjir stórir áfangar eins og að vinna Ólympíu leikana. Vertu sátt/ur við litlu áfangana lífinu líka.
 4. Hvaða erfiðleika hefurðu komist yfir? Hefur þú einhvern tímann þurft að leysa erfitt vandamál, hefur þú þurft að komast yfir einhverja hræðslu? Mundu að það er jákvæður eiginleiki að geta leyst vanda eða að geta unnið á vanda sínum.
 5. Hvaða hæfileika hefurðu? Hvað gerir þú vel? (athugaðu að hér stendur vel, en ekki fullkomlega). Mundu eftir því að nefna litlu atriðin líka og það sem þú gerir oft vel, en ekki endilega alltaf. Þú þarft ekki að vera Beethoven eða Einstein til að teljast vera með hæfileika. Að vera góður í að sjóða egg á unglingsárum eða koma öðrum til að hlæja á alveg heima á lista þínum.
 6. Hvaða færni hefurðu öðlast? Finndu atriði sem þú hefur lært t.d. kanntu að sauma, ertu flink/ur í tölvum? Ertu góð/ur í íþróttum, ensku eða að hlusta á aðra?
 7. Hvað heldur þú að öðrum líki vel við í þínu fari eða telja góða eiginleikar við þig? Hugsaðu t.d. um atvik þar sem einhver þakkaði þér fyrir eitthvað t.d. ef þú aðstoðaðir einhvern. Hefurðu fengið hrós? Fyrir hvað? Kannski ertu ekki dugleg/ur að taka eftir hrósi. Þá er kominn tími til að taka betur eftir og trúa hrósum!
 8. Hvaða eiginleika í öðrum líkar þér? Hefur þú einhverra þessara eiginleika sjálf/ur?  Stundum er auðveldara að sjá jákvæða eiginleika í öðrum en hjá sjálfum sér. Finndu jákvæða eiginleika annarra og íhugaðu hvort þú sjálf/ur hefur sömu eiginleika. Ekki festast í ósanngjörnum samanburði. Ef vinur þinn er bestur í fótboltaliðinu og þú ert ágæt/ur, þá skaltu nefna það. Þú þarft ekki að vera bestur í einhverju til að teljast hafa jákvæðan eiginleika. Þetta gæti verið jákvæður eiginleiki sem þú og vinur þinn eigið sameiginlega, þótt þið séuð missterk á sviðinu.
 9. Hvaða neikvæðu eða slæmu eiginleika hefur þú EKKI? Stundum getur verið erfitt að finna jákvæða eða góða eiginleika við sjálfan sig. Gott er því að hugsa um hvaða slæmu eiginleika þú ert EKKI með (t.d. ég er ekki óheiðarleg/ur, ég er ekki vond/ur við aðra). Þegar þú hefur fundið nokkra slæma eiginleika sem þú hefur EKKI, þá finna andstæða orðið fyrir eiginleikana. T.d. ef þú ert EKKI óheiðarleg/ur, þá ertu heiðarleg/ur ! (Mundu að það er í lagi að nefna atriði sem þú sýnir ekkert endilega alltaf eða öllum stundum).
 10. Hvernig myndi nákomin manneskja lýsa þér?

Elva Björk Ágústsdóttir

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s