Janúarátak Samtaka um líkamsvirðingu

Við megum til með að hvetja ykkur til að kynna ykkur janúarátak Samtaka um líkamsvirðingu á bloggsíðu og facebook síðu líkamsvirðingar: http://blog.pressan.is/likamsvirding/2013/01/18/januaratak-samtaka-um-likamsvirdingu/Við viljum hvetja ykkur til að deila janúarátakinu með öðrum.

En eins og fram kemur á bloggsíðunni þá  „er janúar mánuður átaka. Þetta er sá tími þegar fólk setur sér markmið og strengir þess heit að gera betur á nýju ári. Eitt algengasta áramótaheitið er að koma sér í form og er það eflaust eitt það besta sem fólk getur gert fyrir sjálft sig. Ef þau fjölþættu og jákvæðu áhrif hreyfingar á líkamsstarfsemina væri hægt að fá í lyfjaformi, þá væri þetta lyf gefið öllum, hvort sem þeir væru veikir eða heilsuhraustir, á hvaða aldri sem er, og bæði sem forvörn og meðferð. Allir hafa gott af hreyfingu og hún bætir ekki aðeins heilsufar heldur líka andlega líðan, minnkar streitu og vinnur gegn þunglyndi. Hreyfing bætir, hressir og kætir.

Mynd1

Það sorglega er þó að margir þeirra sem stefna að því að komast í form á nýju ári eru lítið með hugann við þetta heldur einblína fyrst og fremst á þær mikilfenglegu breytingar á útliti og þyngd sem hreyfingin á að framkalla. Fólk lofar sjálfu sér að það muni verða grennra, stæltara, flottara og fittara en í fyrra, eða eins og segir í líkamsræktarauglýsingunni, verða betri útgáfa af sjálfu sér. Maður kemst ekki hjá því að greina dapurlegan tón í svona loforðum. Þetta er andstæðan við að lifa sáttur í eigin skinni. Ef við trúum því að til þess að vera í lagi þurfum við að verða öðruvísi – eða að minnsta kosti betri útgáfa af okkur – þá þýðir það að okkur finnst við ekki í lagi eins og við erum. Þennan hugsunarhátt fóðrar megrunar-líkamsræktar-fegrunarmaskínan með endalausum flaumi auglýsinga sem segja allar það sama: Þú ert ömó. Breyttu þér!

Þetta er ekki góður grunnur til að byggja á. Það er ekki hægt að hlúa að líkama sínum og hata hann um leið. Hreyfing hefur endalausa kosti og hún mun hafa jákvæð áhrif á alla sem hana stundar af skynsemi, en hreyfing mun ekki gera okkur öll grönn. Það er ekki öllum ætlað að vera grannir. Breytingar á holdafari er það sem er erfiðast að ná fram og viðhalda í líkamsrækt en samt er þetta það markmið sem flestir einblína á. Vísindin segja okkur að fæstum þeirra, sem setja sér markmið um þyngdartap nú í byrjun árs, mun takast ætlunarverk sitt. Og það sem verra er, af því markmiðið var fyrst og fremst að breyta holdafari en ekki að bæta heilsu og vellíðan, þá munu flestir smám saman hætta að hreyfa sig þegar þeir komast að því hvað það er erfitt að grennast til langframa. Þetta er uppskrift að uppgjöf og vonleysi.

Janúarátak Samtaka um líkamsvirðingu snýst um dálítið annað. Við viljum koma þeirri hugsun áleiðis að hreyfing sé eitt það besta sem þú getur gert fyrir líkama þinn og hreyfing hefur gildi í sjálfri sér. Hún er ekki leið að öðru markmiði, hún er markmiðið. Hreyfing mun gera líf þitt betra, þú verður sterkari, hraustari, liðugri, úthaldsmeiri, hressari, glaðari og kraftmeiri manneskja. Þú munt sofa betur og þér mun líða betur. Hún er ókeypis í þokkabót og stendur öllum til boða hvenær sem er. Allir geta fundið hreyfingu við hæfi, hvernig sem þeir eru vaxnir, í hvernig formi sem þeir eru, hvernig sem heilsufari þeirra er háttað og sama á hvaða aldri þeir eru.

Hreyfing er ekki bara fyrir þá sem eru grannir eða ætla sér að verða grannir. Hreyfing er fyrir alla og hraustir líkamar eru af öllum stærðum og gerðum. Koma svo! (Tekið af: http://blog.pressan.is/likamsvirding)

 

mynd10

mynd3

mynd8

 

mynd5

mynd6

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s