Fjársjóðsleitin – sjálfstyrkingarnámskeið fyrir drengi hefst í mars á vegum Klifsins, fræðsluseturs í Garðabæ.
Fjársjóðsleitin er sjálfstyrkingarnámskeið fyrir drengi þar sem þeir leita að sínum innri fjársjóði og styrkleikum. Námskeiðinu er ætlað að styrkja sjálfsmynd barna og bæta líðan þeirra og velferð.
Markmið námskeiðsins: Að styrkja sjálfsmynd drengja sem gætu notið góðs af því að finna sína eigin styrkleika.
Námskeiðið skiptist í fjóra tíma þar sem strákarnir hittast og hafa gaman saman. Farið er í leiki og verkefni unnin sem styrkja sjálfsmyndina.
Þema námskeiðsins er sjóræningjaþema þar sem strákarnir eru í fjársjóðsleit. Fjársjóðsleitin táknar leit þeirra að eigin styrkleikum. Undir lok námskeiðisins er markmiðið að bjóða foreldum að koma og sjá afraksturinn. Námskeiðið byggir á aðferðum úr hugrænni atferlisfræði.
Nánar hér:
http://klifid.is/index.php?option=com_zoo&task=item&item_id=219&Itemid=146