Hrósleikir-sjálfstyrkingarleikir

Margir skemmtilegir hrósleikir/sjálfstyrkingarleikir eru til. Markmiðið með leikjunum er að styrkja sjálfsmynd barna og unglinga og efla færni þeirra í að sjá það jákvæða í öðrum.
Við hjá sjálfsmyndarsíðunni höfum sett saman fimm skemmtilegar útfærslur af hrósleikjum sem hægt er að nota með hópi barna t.d. með nemendum í bekk.

hringur

Dæmi um hrósleik:
Nemandi fær umslag sem hann merkir með nafni sínu og skreytir. Í lok hvers tíma fá nemendur miða. Kennari dregur upp nafn eins nemanda og eiga hinir að skrifa falleg orð, hrós eða hvatningu til hans á miðann. Miðunum er síðan safnað saman í umslag viðkomandi. Leikurinn getur verið í gangi út eina skólaönn og þarf kennarinn að sjá til þess að allir nemendur fái miða í sitt umslag. Nemendur geta síðan opnað umslögin sín saman og lesið upp valda miða.

Annar hrósleikur kallast Drottningaleikur eða Kóngaleikur. Sá sem verið er að hrósa á að standa upp á borði eða stól og vera drottning eða kóngur í 10 sekúndur meðan hinir nemendur hrósa viðkomandi. Gaman er síðan að skrá öll hrós á blað og gefa viðkomandi til minningar um þau fallegu orð sem bekkjarsystkinin höfðu um hann að segja.

Hrósleikir

Elva Björk Ágústsdóttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s