Fræðsla um sjálfsmynd og líkamsmynd

mynd

Fræðsla um sjálfsmynd og líkamsmynd

Fyrir stúlkur í 8. 9. og 10. bekk

 

Margar stúlkur hafa ekki mikla trú á sjálfum sér. Þær eiga í vanda með að finna styrkleika sína og nýta þá í daglegu lífi. Einnig hafa margar stúlkur áhyggjur af líkama sínum og útliti og finnast þær þurfa að breytast til þess að líða betur með sjálfar sig. Slæm líkamsmynd getur haft mikil áhrif á líf stúlkna svo sem ýtt undir þunglyndi, kvíða og átraskanir. Tíðni slæmrar líkamsmyndar meðal unglingsstúlkna er há og því mikilvægt að stuðla að bættri líðan þeirra.

Fyrir þremur árum síðan fór Elva Björk af stað með fyrirlestur um líkamsmynd, sjálfsmynd og fegurðarviðmið. Fjallað er um hvað hefur áhrif á sjálfsmynd og líkamsmynd stúlkna, tískutímarit, photoshop, fyrirmyndir og heilsu óháð holdafari. Farið er í hagnýtar leiðir til að bæta sjálfsmynd og líkamsmynd stúlknanna.

Í boði er fyrirlestur í skólum fyrir um 30 stúlkur í senn.

  • Fyrirlesturinn tekur c.a. 70 mínútur
  • Verð: 20.000 kr.

 

Elva Björk Ágústsdóttir er náms- og starfsráðgjafi og kennari og starfar í Hofsstaðaskóla í Garðabæ og í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Elva Björk hefur lokið meistaranámið í sálfræði með áherslu á forvarnir gegn átröskunum og slæmri líkamsmynd. Undanfarin fjögur ár hefur Elva Björk, ásamt öðrum,  unnið að forvörnum gegn átröskunum og slæmri líkamsmynd og sjálfsmynd.

 

Hægt er að hafa samband við Elvu Björk til að fá nánari upplýsingar eða panta fyrirlestur í síma: 862 – 9999 eða senda tölvupóst á elvabjork@sjalfsmynd.com

 

 

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s