Sumargjöf frá skólanum – jákvæð umsögn, hrós

Þuríður Lilja námsráðgjafi í Oddeyraskóla á Akureyri sendi okkur þessa skemmtilegu hugmynd að hrósleik sem þau í skólanum hafa framkvæmt:

Í kringum sumardaginn fyrsta fá allir nemendur sendingu í pósti frá skólanum. Það er fallegt, plasthúðað skjal þar sem lögð er áhersla á að draga fram jákvæða og sterka þætti hjá hverjum einstaklingi. Nafn viðkomandi er haft upp á töflu eða mynd af honum í einn dag þar sem hrós eða falleg orð bekkjarsystkina eru skráð og kennarinn heldur utan um það. Þessar kveðjur geta verið með ýmsu móti, bæði frá umsjónarkennara, starfsfólki eða bekkjarsystkinum allt í bland og mismunandi hvað skjalið er stórt fer t.d. eftir aldri barnsins hvað á við, unglingum getur t.d. hentað að hafa það í kortastærð þar sem hægt er að hafa umsögnina í kortaveskinu hjá símanum osfrv.
Einnig hefur komið fyrir að stjórnendur hafi gert slíkt hið sama við starfsfólk sitt þ.e. sent heim til þeirra skjal þar sem þeir nefna styrkleika viðkomandi, sem er mjög ánægjulegt.

umslag

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s