Body Project auglysing leidbeinendanamskeid
Okkur langar að benda á leiðbeinendanámskeið fyrir líkamsmyndarnámskeiðið Body Project
The Body Project
~ líkamsmyndarnámskeið ~
Dagana 11. og 12. mars nk. verður boðið upp á leiðbeinendanámskeið fyrir kennara, námsráðgjafa, skólahjúkrunarfræðinga og annað fagfólk skóla og félagsmiðstöðva til þess að kenna líkamsmyndarnámskeiðið Body Project. Body Project námskeiðið er ætlað fyrir unglingsstúlkur á aldrinum 15-19 ára og byggir á því að efla gagnrýna hugsun gagnvart áreitum í samfélaginu sem hafa neikvæð áhrif á líkamsmynd þeirra, svo sem ströngum útlitsviðmiðum fjölmiðla og tísku. Líkamsmynd er einn sterkasti áhættuþáttur átraskana og sýna íslenskar rannsóknir að meirihluti unglingsstúlkna er ósáttur við líkama sinn auk þess sem 15% framhaldsskólastúlkna hafa einkenni sem benda til átröskunar. Mikilvægt er að bregðast við þessum vanda með því að bjóða upp á öflugar forvarnir í skólum landsins en flest átröskunartilfelli greinast á aldrinum 14-18 ára. Námskeiðið sem hér um ræðir hefur verið mikið rannsakað erlendis og reynst bera góðan árangur við að bæta líkamsmynd og líðan stúlna og draga úr hættu á átröskunum meðal þeirra. Námskeiðið hefur einnig verið árangursmetið í tveimur rannsóknum hér á landi og gefa niðurstöður til kynna að þátttaka á námskeiðinu dragi marktækt úr aðdáun á grönnum vexti, slæmri líkamsmynd, megrunarhegðun og átröskunareinkennum meðal íslenskra unglingsstúlkna.
Hvert námskeið stendur í einn dag frá frá kl. 8:00-15:00. Kennt verður í Stapa (gömlu Félagsstofnun stúdenta) og verður kennt á ensku þar sem erlendur höfundur námskeiðsins verður viðstaddur. Af þeim sökum verður gefinn helmingsafsláttur af þátttökugjaldi, sem verður nú aðeins 10.000 kr.
Námskeiðsgögn eru innifalin en fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Áhugasamir eru því hvattir til þess skrá sig sem allra fyrst með því að senda tölvupóst á sigrun.daniels@gmail.com.
Leiðbeinendur á námskeiðinu eru:
Sigrún Daníelsdóttir, Cand.Psych
Sálfræðingur
Elva Björk Ágústsdóttir, M.Sc.
Framhaldsskólakennari
Náms- og starfsráðgjafi