Varanlegt eða tímabundið?

Þegar Sigga vildi ekki koma með Önnu vinkonu sinni í snú snú varð Anna sár og reið. Hún sagðist ekki hafa áhuga á að gera neitt annað og stóð ein eftir þegar Sigga og vinkonur hennar fóru í eltingaleik. Þegar kennari kom að henni grét Anna og sagðist ætla að hætta að vera vinkona Siggu þar sem Sigga væri svo leiðinleg, vildi ALDREI gera það sama og hún. Kennarinn aðstoðaði Önnu við að fá hugmyndir að öðrum leikjum og bjóða Siggu að vera með í þeim leikjum en Önnu leið illa og var ekki til í að leika við Siggu þann daginn.sippa

Anna, líkt og mörg önnur börn, á erfitt með að sjá ólíkar hliðar á málum. Börn sem eru að takast á við einhvern vanda eiga það stundum til að sjá atburði sem varanlega atburði (permanent) í stað þess að líta á þá sem tímabundna atburði. Slæmir atburðir eða neikvæðar tilfinningar eru þá oft túlkaðar sem varanlegar eða endanlegar, en ekki tímabundið ástand sem muni líða hjá. Um er að er að ræða ákveðinn skýringarstíl eða hugsanastíl sem getur verið niðurdrepandi og einkennir hann frekar svartsýn börn en bjartsýn.

Að aðstoða börn við það að sjá að flest allar aðstæður, flestir atburðir og flestar tilfinningar eru tímabundnar en ekki varanlegar, getur haft jákvæð áhrif á líðan þeirra, félagsfærni og sjálfsmynd. Þegar börn átta sig í því, að möguleiki til breytinga er til staðar, því líklegri eru þau til þess að reyna að vinna úr sínum málum.

Ef Anna hefði getað séð aðra hliðar á vandanum, áttað sig á að Sigga hafði bara ekki áhuga á að fara í snú snú þann daginn og væri ekki að hafna Önnu sem vinkonu og áttað sig á að Sigga væri ekki ALLTAF leiðinlegt eða ALLTAF að hafna Önnu, því meiri líkur væru á því að Anna gæti tekið þátt í leik stúlknanna í frímínútum og liði betur en ella.

Ýmis verkefni er hægt að nýta til að þjálfa börn í því að átta sig á að margt er tímabundið meðan annað er varanlegt.

Þetta skemmtilega verkefni má finna í bókinni: Therapeutic Exercises for Children: Guided Self-Discovery Using Cognitive-Behavioral Techniquies eftir Friedberg, Friedberg og Friedberg (2001).

Varanlegt v.s. tímabundið

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s