Börn sem eiga í vanda með sjálfsmynd sína eða finna fyrir vanlíðan eiga það oft til að eigna sér ýmis vandamál þ.e. telja orsök ýmissa vanda liggja hjá sér en ekki í ytri þáttum. Börnin eiga það til að festast í þröngum hugsanahætti og telja ákveðinn atburð einungis eiga eina orsök og að mati barnsins liggur orsökin hjá því sjálfu. Um er að ræða svokallaða „tunnel vision“ eða þröngt sjónarhorn þar sem aðrar mögulegar leiðir eða orsakir ýmissa vandamála eða atburða eru hunsaðar.
Ýmis verkefni geta aukið færni barna í að sjá aðrar hliðar á málum og finna að orsakir liggja ekkert alltaf hjá þeim.
Hér má finna skemmtilegt verkefni sem nefnist Hvað er að gerast?
Elva Björk Ágústsdóttir