Sigrarnir mínir (Ferilskráin)

Fyrir nokkrum árum síðan átti ég mér marga drauma, flestir tengdust fjölskyldulífinu og starfi. Ég lá oft uppi í rúmi og sá fyrir mér hvernig það yrði að ná þessum markmiðum eða að sinna hinu og þessu starfinu. Eitt af því sem ég dreymdi um að upplifa var að vinna að fræðslu og forvörnum, ég dreymdi lengi um að kenna sálfræði í framhaldsskóla, stunda heilsurækt, flytja í ákveðið hverfi í bænum og svo framvegis. Ég lá í rúminu og hugsaði lengi um hve gaman væri að upplifa þetta allt.

Í dag er ég búin að því, ég vinn að fræðslu og forvörnum, ég kenni sálfræði, ég hleyp reglulega og hef mjög gaman af og er flutt í draumahverfið. En einhvers staðar á leiðinni fóru þessir draumir að víkja fyrir öðrum nýjum draumum. Tímarnir breytast, ný reynsla eða nýjar aðstæður kalla á ný markmið. Þetta er eflaust ósköp eðlilegt og eitthvað sem flestir upplifa. Það hefur því reynst mér vel að halda vel utan um sigrana/markmiðin eða draumana sem ég hef fengið að upplifa.

Margir fræðimenn mæla með því að fólk haldi einskonar dagbók eða ferilskrá yfir sigrana sína og bæti við jafnóðum. Á listann má bæta stórum sem smáum sigrum og getur þetta reynst vel í þeirri vinnu að bæta sjálfstraustið (National Association for Self-Esteem).

Ég hvet þig til að setjast niður, rifja upp sigrana þína, stóra sem smáa og skrá niður. Við eigum það nefnilega til að gleyma því hve mikið við hlökkuðum til einhvers um leið og það er liðið t.d. hve mikill áfangi það var að klára stúdentspróf eða að syngja lag á skólaskemmtuninni. En með því að skrá sigrana reglulega niður og minna okkur á þá, þá höldum við ögn meira lífi í draumunum.

Hér er verkefni þessu tengt sem hægt er að styðjast við t.d. í ráðgjöf: Ferilskráin

Image

Hvernig eru draumarnir þínir? Hafa þeir ræst? Eða ertu komin/nn með nýja drauma þar sem aðstæður eða langanir hafa breyst?

 

Elva Björk Ágústsdóttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s