Margar stúlkur og konur upplifa þrýsting um að losna við „auka“kílóin eftir barnsburð og reyna af fremsta megni að ná fyrrum vexti. Til allrar hamingju erum við jafn ólíkar og við erum margar og er það mikilvægt að fagna fjölbreytileikanum.
Ljósmyndarinn Ashlee Wells Jackson vinnur að ljósmyndaverkefni þar sem hún fagnar fjölbreytileika og fegurð líkama kvenna eftir barnsburð. Hún vill með verkefninu sýna hvernig konur líta út eftir barnsburð og hversu fallegur líkaminn er óhæð stærð og lögun. Ljósmyndirnar má nálgast hér: http://4thtrimesterbodies.com/gallery/