Klárir krakkar eru alls konar

Picture1

Fljótlega fer af stað skemmtilegt verkefni hér á sjálfsmyndarsíðunni.

Markmiðið með verkefninu er að efla og bæta sjálfsmynd barna með því að vekja þá til umhugsunar um eigin styrkleika sama hve stórir eða smáir þeir kunna að vera.

Við viljum hvetja krakka til að prófa að stíga út fyrir þægindarammann sinn, en það getur haft mjög jákvæð áhrif á sjálfsmyndina. Við viljum einnig efla sjálfstraust krakka með því að ýta undir það að þau sjái þá jákvæðu eiginleika sem þau hafa að bera. Við viljum að lokum vekja athygli á það flotta og sniðuga sem krakkar eru að gera í dag hvort sem er í tómstundum einhvers konar, hjálparstarfi, íþróttum, skólanum eða hreinlega í hverju sem er! Við viljum vekja athygli á krökkum sem eru að gera sniðuga hluti, flokka sorp, kunna að prjóna, forrita, klifra, kafa, synda, hjálpa öðrum, rappa, syngja, dansa, eru í skátunum eða öðru skemmtilegu.

Markmiðið er auk þess að vekja krakkana til umhugsunar um að við verðum ekki að vera fullkomin og við þurfum ekki öll að vera eins. Því klárir krakkar eru alls konar!

Við hjá sjálfsmyndarsíðunni óskum eftir aðstoð ykkar.

Við viljum helst finna 30 krakka sem eru að gera sniðuga hluti. Við viljum birta mynd af hverjum og einum með örlitlum upplýsingum um viðkomandi. Við óskum því eftir ábendingum um klára krakka. Endilega sendið okkur skilaboð eða tölvupóst á elvabjork@sjalfsmynd.com ef ykkur dettur einhver í hug.

Við munum síðan næstu vikurnar birta myndir og upplýsingar um viðkomandi og hvetjum alla til að „likea“ 🙂

Fyrir hönd sjálfsmyndarhópsins:

Elva Björk

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s