Flest börn vita að þau geta leitað til foreldra sinna, kennara, vina eða annarra þegar þeim líður illa eða þegar þau þurfa aðstoð. Sum eiga þó erfitt með að leita til annarra. Í einhverjum tilvikum finnst þeim erfitt að biðja um aðstoð í öðrum tilvikum vita þau ekki hvern hægt er að leita til.
Í ráðgjöf með börnum eða í spjalli heima getur verið gott að kortleggja betur leiðir barnsins til að bæta líðan sína. Það getur verið gagnlegt að skoða ólíkar aðstæður og hvetja barnið til að nefna einhvern sem það getur leitað til við mismunandi aðstæður eða aðferðir sem barnið sjálft getur nýtt sér til að leysa vandann eða bætt líðan.
Hér má finna skemmtilegt verkefnablað sem nýtist vel í spjalli með börnum:
Elva Björk Ágústsdóttir (Námsráðgjafi/MS í sálfræði)