Skemmtilegt lego verkefni sem þjálfar athygli og hlustun

Á vefsíðunni stories and children má finna mörg áhugaverð verkefni fyrir börn, þar á meðal þetta einfalda lego verkefni sem þjálfar bæði athygli og hlustun.

legogame1

Markmiðið með verkefninu er að ná að raða legokubbum á sama veg og annar þátttakandi, án þess að fá að sjá hvernig sá aðili raðaði sínum kubbum. Einungis má treysta á munnleg fyrirmæli frá þeim sem er að raða kubbunum sínum.

Gott er að nota seríos eða kornflex pakka til að mynda vegg á milli þátttakenda. Mikilvægt er að báðir þátttakendur fái eins kubba og jafn marga og annar aðilinn byrjar á því að stjórna leiknum með því að lýsa fyrir hinum hvernig hann raðar kubbum sínum t.d með fyrirmælum eins og „settu hvíta stóra kubbinn í efra hægra hornið“. Þegar þátttakendur hafa raðað öllum kubbunum má færa „vegginn“ frá og bera  verkin saman. Svo skipta þátttakendur um hlutverk og næsti verður stjórnandi.

legogame2legogame3

 

Verkefnið lítur út fyrir að vera mjög einfalt en getur verið ansi flókið. Verkefnið þjálfar vel hlustun og einbeitingu þátttakenda sem og færni stjórnandans í að koma frá sér skilaboðum á einfaldan og skýran máta.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s