Fjársjóðleitin – Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stúlkur og stráka

300-fjarsjodsleit_617a835c229addb2ea669df37df22e26

Ný námskeið hefjast 1. október

Fjársjóðsleitin er sjálfstyrkingarnámskeið fyrir krakka þar sem þátttakendur leita að sínum innri fjársjóði og styrkleikum. Námskeiðinu er ætlað að styrkja sjálfsmynd barna og bæta líðan þeirra og velferð.

Markmið námskeiðsins: Að styrkja sjálfsmynd og sjálfstraust krakka sem gætu notið góðs af því að finna sína eigin styrkleika með skemmtilegum leikjum og verkefnum. Verkefnin byggja á aðferðum úr hugrænni atferlisfræði til að mynda úr verkefnabók eftir Melanie Fennell sem nefnast Overcoming low self-esteem (Melanie Fennell, 2006) og hugrænni atferlismeðferðar verkefnabók ætluð börnum eftir Dr. Gary O‘Reilly.

Námskeiðið skiptist í fjóra tíma þar sem þátttakendur hittast og hafa gaman saman. Farið er í leiki og verkefni unnin sem styrkja sjálfsmyndina.

Þema námskeiðsins er sjóræningjaþema þar sem þátttakendur eru í fjársjóðsleit. Fjársjóðsleitin táknar leit þeirra að eigin styrkleikum. Námskeiðið hentar einstaklega vel krökkum á aldrinum 8-10 ára.

Sjá nánar hér:

Fjársjóðsleit fyrir stúlkur

Fjársjóðsleit fyrir drengi

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s