Opið bréf til Þjóðleikhússtjóra, Íþróttaálfsins og höfunda Ævintýris í Latabæ

Á sunnudaginn var fór ég á sýningu um ævintýrið í Latabæ með sonum mínum. Eftir sýninguna fór ég að velta fyrir mér þeim skilaboðum sem börnin fengu og tel ég margt í sýningunni alls ekki stuðla að heilbrigðum lífsvenjum þegar haft er í huga ýmsir andlegi þættir sem geta haft áhrif á sjálfsmynd og líkamsmynd barna. Ég sendi því í kjölfarið Þjóðleikhússtjóra opið bréf til hennar og höfunda verksins. Það hljómar svona:

Kæri Þjóðleikhússtjóri, Íþróttaálfur og höfundar Ævintýris í Latabæ

Á sunnudaginn síðasta fór ég í Þjóðleikhúsið á sýninguna um Ævintýrið í Latabæ með strákunum mínum tveimur,  4 og 10 ára. Þeir skemmtu sér konunglega og nutu dagsins en ég varð aftur á móti mjög leið yfir nokkrum atriðum í sýningunni.

Þegar kemur að heilsu og líðan barna okkar er mikilvægt að gæta hófs , gæta hófs í óhollustu sem og öðru. Skilaboð Íþróttaálfsins um mikilvægi þess að hreyfa sig og borða hollan og fjölbreyttan mat eru góð og gild en einnig er mikilvægt að hafa í huga hvernig þessi skilaboð eru borin fram.

Skilaboðin sem börnin okkar fá frá Íþróttaálfinum í leiksýningunni eru rosalega ýkt og bera lítil sem engin merki um einhvers konar hófsemi í hegðun. Til að mynda virðist himin og jörð vera að farast þegar Stína símalína fær sér lítinn kanilsnúð og það að Stína þurfi að fela snúðinn sinn fyrir öðrum eru ekki góð skilaboð þar sem krakkarnir læra að smá sætindi séu algjörlega bönnuð og fela þurfi sætindaþarfir. Ennþá ýktari skilaboð um skaðsemi sætinda komu fram þegar Íþróttaálfurinn hreinlega fellur í dá við það eitt að bíta í sykrað epli. Það er síðan í höndum krakkanna í Latabæ að bjarga honum og vekja hann úr dáinu með því að gefa honum grænmeti.

Ég veit! Þetta hljómar eins og í lygasögu.. en svona er söguþráðurinn, þetta horfði ég á með sonum mínum síðasta sunnudag.

Mér var síðan nóg boðið þegar bæjarstjórinn tekur Stínu símalínu í fangið (sem er bæði búin að yngjast og grennast frá því á síðustu leiksýningu Latabæjar fyrir einhverjum árum síðan). Bæjarstjórinn lyftir henni upp og hrósar henni fyrir að líta vel út og spyr hvort hún sé búin að grennast. Stína segist þá vera á einhvers konar megrunarkúr.

Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst algjör óþarfi að litlu drengirnir mínir læri að eitthvað sé til sem heitir megrunarkúr og að einhver líti mun betur út eftir að hafa misst nokkur kíló.

Eins og ég sagði í upphafi bréfsins þá skemmtu strákarnir sér vel! og er fræðsla um fjölbreytt mataræði og hreyfingu góð og gild. En þegar fræðslan fer út í einhvers konar hræðsluáróður þar sem einn kanilsnúður verður að bannvöru (úff hver kannast ekki við það að vilja miklu frekar það sem er bannað? Að finna mestu nammiþörfina þegar maður hefur ákveðið að fara í nammibindindi?) og þeir sem fá sér bita af einhverju sætu megi skammast sín, þá erum við ekki að styrkja börnin okkar og hvetja þau til þess að tileinka sér heilbrigðar lífsvenjur. Að skammast sín fyrir einn sykurmola eða að tengja neikvæða og slæma þætti við ákveðið útlit eru ekki góð skilaboð.

Og hvað er málið með það að eina barnið sem vill nammi er Siggi sæti og hann er alltaf látinn vera með bumbu? Er enginn sem sér hversu „absúrd“ það er?

Líkt og ég nefndi þá þóttu drengjunum mínum sýningin mjög skemmtileg og nutu þess innilega að koma í heimsókn í Þjóðleikhúsið. Það er von mín að þessar hugleiðingar mínar verði skoðaðar, jafnvel með það í huga að sleppa megrunarskilaboðunum næst.

Með bestu kveðju

Elva Björk Ágústsdóttir

Sálfræðikennari/Námsráðgjafi

 

Uppfært: Það er með gleði og von í hjarta sem ég tilkynni að Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri tók mjög jákvætt í athugasemdirnar sem komu fram í bréfinu og hefur í hyggju að ræða við höfunda leikritsins varðandi mögulegar breytingar. Húrra!!

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Opið bréf til Þjóðleikhússtjóra, Íþróttaálfsins og höfunda Ævintýris í Latabæ

  1. Frábært að þau ætli að taka þetta til sín og reyna að breyta:)

  2. Bakvísun: Ýkt skilaboð Latabæjar: Tinna jákvæð fyrir breytingum - Nútíminn

  3. Viktoría Birgisdóttir

    Frábært framtak að senda inn opið bréf! Vona innilega að eitthvað verði úr og sýningunni verði breytt í kjölfarið 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s