Dagur gegn einelti

chf-cartoon-kids

Þann 8. nóvember er dagur gegn einelti haldinn hátíðlegur. Markmiðið með deginum er að vekja athygli á einelti og alvarleika þess. Einelti er skilgreint sem endurtekin ótilhlýðleg og ámælisverð háttsemi, þ.e. athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að.  Í tilefni dagsins verður fræðsla um einelti á vinnustöðum haldin föstudaginn 7.nóvember:  http://www.gegneinelti.is/frettasafn/nr/105

Á vefsíðunni www.gegneinelti.is er hægt að finna upplýsingar um einelti og um verkefnið. Þar má einnig finna sáttmála um baráttu gegn einelti og hvetjum við alla til að skrifa undir hann: Sáttmáli

Í tilefni dagsins viljum við á Sjálfsmyndarsíðunni vekja athygli á skemmtilegum vinaverkefnum sem finna má í verkfærakistu okkar. Eitt verkefnanna er sérlega skemmtileg en það kallast Vinadagur. Í því verkefni er lögð áhersla á að skoða hvaða góðu eiginleika við sýnum í vináttu og samskiptum. Við hvetjum því námsráðgjafa, kennara og aðra sem starfa með börnum að vinna einhvers konar vina- eða samskiptaverkefni með nemendum sínum í dag.

Vinadagur 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s