Fræðsla um sjálfsmynd fyrir foreldra og starfsfólk skóla

Við hjá sjálfsmyndarsíðunni viljum vekja athygli á fræðslu sem Anna Sigríður Jökulsdóttir sálfræðingur býður upp á.

chf-cartoon-kids

Anna Sigríður býður upp á fræðslu um sjálfsmynd barna og unglinga. Fræðslan hentar starfsfólki og foreldrum á grunn- og leikskólastigi. Í erindinu er fjallað um hvað einkennir sterka sjálfsmynd, hverjir eru grundvallarþættir sjálfsmyndar og hvernig má hafa áhrif á þá þætti. Einnig hvernig vinna má að því að börnin okkar virki vel í leik og starfi, líði vel í eigin skinni og meti sig og aðra í sanngjörnu ljósi. Sjálfsmynd er veigamikill þáttur í andlegri líðan og hefur áhrif á hvernig við hugsum, tölum og hegðum okkur. Sterk sjálfsmynd er eitt besta veganesti sem við getum gefið börnunum okkar út í lífið.

Anna Sigríður býður einnig upp á lengra fræðsluerindi ætlað starfsmönnum þar sem farið er dýpra í efnið, farið í verkfæri sem hægt er að nýta með börnum og erindið brotið upp með sjálfseflandi verkefni fyrir þátttakendur og umræðum um eigin sjálfseflingu í starfi og leik. Sjálfsefling starfsmanna, til að mynda hvernig hægt er að auka eigið þol gagnvart streituvaldandi aðstæðum, er þannig fléttuð við efni um sjálfsmynd barna og unglinga og sjálfsmynd almennt.

Við hvetjum áhugasama til að hafa samband við Önnu Sigríði með tölvupósti  annasiggajokuls@gmail.com eða hringja í síma: 693 4712.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s