Fjársjóðsleitin – Leið til að bæta sjálfsmyndina og styrkja sjálfstraustið

fjarsj

 

Árið 2010 hófst verkefni ætlað drengjum á aldrinum 7-10 ára sem nefnist Fjársjóðsleitin. Markmiðið með verkefninu var að ná betur til drengja í ráðgjöf innan skólakerfisins. Reynsla margra námsráðgjafa innan veggja grunnskólanna var á þá leið að stúlkur leituðu meira í ráðgjöf en drengir og minna efni var til sem hentaði drengjum.

Hugmyndin með Fjársjóðsleitinni er að efla og bæta sjálfsmynd barna þar sem þemað er á þá leið að  börnin eru í leit að eigin styrkleikum eða fjársjóði. Börnin leika eins konar sjóræningja (góða sjóræningja að sjálfsögðu) og leita að fjársjóði bæði beint og óbeint.

Fjársjóðsleitar verkefnið stækkkaði og árið 2014 var gefin út handbók fyrir starfsfólk skóla sem hefur áhuga á að styðjast við Fjársjóðsleitina. Fjársjóðsleitin er í dag kennd sem nokkurra tíma námskeið þar sem lögð er áhersla á líðan, hegðun og sjálfsmynd. Verkefnin og hugmyndafræðin á námskeiðinu kemur úr hugrænni og atferlislegri nálgun í sálfræði/ráðgjöf. Unnið er að því að efla þekkingu barnanna á eigin sjálfsmynd og  kostum, unnið er með neikvæðar hugsanir, stigið er út fyrir þægindarammann og þjálfuð er ný hegðun með markmiðssetningu. Verkefnin koma úr ýmsum áttum og flest eru þau í anda hugrænnar atferlisfræði. Verkefni úr bókum Dr. Melanie Fennell hjá Oxford Háskóla í Bretlandi eru nýtt sem og önnur tæki og tól sem þekkt eru úr sálfræði og námsráðgjöf.

Þann 25. janúar geta fagaðilar sem hafa áhuga á að kynnast námskeiðinu tekið þátt á leiðbeinendanámskeiði Fjársjóðsleitarinnar og fengið í kjölfarið handbók fyrir fagfólk. Skráning fer fram hér: www.klifid.is

Einnig er hægt að eignast verkefnabók fyrir fagfólk og foreldra. Verkefnabókin er ætluð börnum og unglinum og byggir á Fjársjóðsleitinni. Til að eignast verkefanbókina er best að hafa samband við höfund á elvabjork@sjalfsmynd.com

Þann 17. janúar hefst næsta námskeið fyrir börn á aldrinum 7-10 ára hjá Klifinu Garðabæ. Skráning fer fram hér: www.klifid.is

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s