Að lifa í núinu eða að veita hverju augnabliki athygli, viljandi og án þess að taka afstöðu eða dæma getur haft jákvæð áhrif á sjálfstraust barna og unglinga.
Núvitund snýst um að vera meðvitaður um hugsanir sínar án þess að dæma þær. Að vita hvað er að gerast, þegar það gerist án þess að dæma. Að vera eins og við erum og bara VERA.
Lífið er núna, lífið er ekkert annað en núna. En hugur okkar er alltaf á fullu, hann hugsar fram og til baka, hann lætur fortíðina hafa áhrif á núið og getur verið gríðarlega upptekinn af því að skipuleggja framtíðina. Þess vegna eigum við það til að missa af núinu og lifum í raun í fortíð og framtíð en ekki núna.
Ýmsar leiðir eru færar til að þjálfast í því að lifa í núinu:
Rannsóknir benda til þess að núvitundarnámskeið og jafnvel stuttar núvitundaræfingar geti haft jákvæð áhrif á sjálfstraust barna og unglinga. Núvitundaræfingar geta aukið sjálfsvirðingu og sátt við eigið sjálf. Æfingarnar geta einnig minnkað kvíða í félagslegum aðstæðum og ótta við höfnun frá öðrum.
Heimildir:
Hanna María Guðbjartsdóttir. Hvað er þetta mindfulness og hvernig getur það gagnast okkur? Tekið af: Hjartalíf
Pepping, C. A., O’Donovan, A. og Davis, P. J. (2013). The positive effects of mindfulness on self-esteem. The Journal of positive psychology, vol. 8. pg. 376-386
Randall, C., Pratt, D. og Bucci, S. (2015). Mindfulness and self-esteem: A Systematic Review. Mindfulness, 6. pg 1366-1378