Vertu með raunhæfar væntingar

Vertu  með raunhæfar væntingar

sjalfs2

Alltof háleit markmið eða óraunhæfar væntingar geta haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd. Hugsun eins og: Ég verð að vera hæst í bekknum mínum annars er ég ömurleg.. ..er dæmi um óraunhæfar væntingar. Þegar væntingarnar eru svona háar og afleiðingarnar við að ná ekki markmiðunum svona neikvæðar getur það haft slæm áhrif á sjálfsmyndina. Til dæmis ef viðkomandi er síðan ekki hæstur í bekknum, heldur þriðji hæstur, þá gefur hann sér ekki tækifæri á að njóta þess og sjá það jákvæða við það, þar sem hann hefur tengt neikvæða afleiðingu þ.e. „ég er ömurlegur“ við það að vera ekki hæstur.

Skoðið því væntingarnar sem þið hafið til ykkar og kannið hvort hægt sé að breyta einhverju og gera markmiðin raunhæfari.

Með raunhæfari væntingum fækkar neikvæðum hugsunum þar sem með raunhæfari markmiðum aukast líkur á því að við náum þeim.

Með því að gera markmiðin raunhæfari náum við þeim oftar og getum klappað okkur á bakið fyrir góðan árangur í stað þess að brjóta okkur niður fyrir enn aðra misheppnuðu tilraunina.

sjalfs1

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s