Flokkaskipt greinasafn: Uncategorized

Námskeið um sjálfsmynd og líkamsmynd barna og unglinga

Næsta námskeið um sjálfsmynd og líkamsmynd verður haldið  föstudagana 22. mars og 29. mars. Um er að ræða ítarlega fræðslu um sjálfsmynd og líkamsmynd barna og unglinga og fá þátttakendur tækifæri til að prófa ýmis konar verkefni til að vinna með börnum.

youth-570881_1920 (1)

https://www.endurmenntun.is/namskeid/stakt-namskeid?courseID=188V19&n=sjalfsmynd-og-likamsmynd-barna-og-unglinga-hagnyt-verkefni-og-leidir-til-ad-baeta-sjalfsmynd-og-lidan&fl=uppeldi-og-kennsla

Misheppnaðasta áramótaheitið

Þessi pistill er stutt þýðing á greininni: 12 reasons to ditch the diet mentality sem birtist þann 19. desember í HuffPost. Hægt er að nálgast greinina hér: Greinin

Að léttast, líta betur út, grennast eða breyta líkama sínum á einn eða annan hátt er algengt áramótaheit.

scalecrybmp

Þótt þetta áramótaheit sé algengt er það með því misheppnaðasta, enda þekkja það margir að horfa til litríks himins þegar klukkan slær tólf á miðnætti og lofa sjálfum sér að nú skuli þetta takast! Hingað og ekki lengra! Í þetta sinn verður sko tekið á því, af alvöru! Hefja síðan nýja árið af fullum krafti, skrá sig í ræktina, keto-námskeiðið eða byrja á súpukúrnum – Allt sett á fullt til hvað? c.a 20. jan? 1. feb?

Með þessum pistli viljum við hvetja þig til að hverfa frá hinu einsleita endalausa árlega áramótaheiti með því að fara yfir 12 ástæður fyrir því af hverju megrun virkar ekki.

  1. Fyrir flesta er megrun ekki árangursrík aðferð – Fjöldi rannsókna hafa verið gerðar á því af hverju megrun virkar ekki. Líkaminn lítur á megrun sem ástand svelts og bregst við ástandinu með ýmsum aðgerðum til að halda okkur á lífi. Hugur okkar vinnur einnig gegn okkur í megrun, það sem ekki má verður meira heillandi. Við fáum þráhyggju fyrir því sem ekki má borða.
  2. Megrun truflar tengsl okkar við þarfir líkamans – Með því að fylgja ytri reglum missum við tilfinningu fyrir þörfum líkamans. Að borða eftir klukkunni eða eftir ákveðnu fyrirframgefnu magni truflast tengsl okkar við raunverulegar þarfir líkamans. Líkaminn er nefnilega svo magnaður. Hann veit venjulega hvað hann þarf mikla næringu og hvernig.
  3. Megrun eykur líkur á ofáti – Þetta þekkja margir! Við byrjum í megrun af fullri ákefð og viss um að í þetta sinn muni markmiðið nást! En áður en við vitum af erum við búin að tæma skápa í leit af sykraðri eða fituríkri fæðu. Líkaminn upplifir skort, líkaminn telur að í garð sé gengið ástand svelts og leitar í skjótfengna orku. Það að „detta í“ sykur og kolvetni eftir tíma skorts er engin tilviljun. Líkaminn veit hvað hann þarf!
  4. Megrunariðnaðurinn lætur okkur trúa því að ákveðinn matur er vondur og annar góður – Þessi hugsanaháttur eykur skömm og vanlíðan yfir því að hafa smakkað á „vonda“ matnum
  5. Megrun virkar ekki – Misheppnuð megrun lætur okkur oft líða líkt og við sjálf séum misheppnuð. Flestir ná ekki að viðhalda þyngdartapi eftir megrun. Flestir líta svo á að það sé þeim sjálfum að kenna. Þeim sjálfum að kenna að hafa eyðilagt megrunina eða „dottið í það“. En við verðum að muna að þyngdarbreyting til lengri tíma næst nær aldrei!
  6. Megrun eykur líkur á þróun átraskana – Við verðum uppteknari af mat og útliti þegar við erum í megrun. Sú mikla athygli sem matur og útlit fær meðan á megrun stendur getur ýtt undir þróun átraskana
  7. Megrun getur kveikt á óheilbrigðu sambandi við mat – Þótt meirihluti þeirra sem fara í megrun þrói ekki með sér átröskun upplifa margir óheilbrigt samband við mat í kjölfarið af megrun, til dæmis ótta við að borða ákveðna tegund af mat eða hræðslu við að nokkur „auka“kíló.
  8. Megrun viðheldur fitufordómum og hræðslu við að þyngjast – Sambandið milli þyngdar og heilsu er flókið. Grannur líkami er ekki endilega heilbrigður líkami. Feitur líkami getur verið heilbrigðari en grannur.
  9. Heilbrigt líferni – Megrun og þyngdartap gerir okkur ekki endilega heilbrigðari. En það getur skipt sköpum, þegar kemur að því að efla heilsu sína , að auka fjölbreytni í fæðunni, hreyfa sig meira og huga að andlegri líðan og félagslegum samskiptum.
  10. Það eru EKKI til neinar fullkomnar matarvenjur –  Sama mataræðið virkar ekki eins fyrir alla.  Við erum ólík og þurfum ólíka næringu og mismikið magn.
  11. HÆTTA í megrun hefur jákvæð áhrif á sjálfstraustið! – Hvernig væri að gera þá hluti sem þú ætlaðir alltaf að gera eftir þyngdartapið? Hvernig væri að skrá sig í danshópinn eða fara í bikiní í sund núna? Hvernig væri bara að lifa lífinu NÚNA í þeim líkama sem þú átt NÚNA?
  12. Samskipti við annað fólk batnar þegar við hættum að ofhugsa um mat og hitaeiningar. Margir þekkja þann vítahring sem hægt er að festast í þegar hitaeiningar og matur er það eina sem skiptir máli. Samskipti við annað fólk minnkar og ánægilegum stundum fækkar.

Það sem er síðan svo svakalega magnað er að um leið og við hættum í megrun, hættum að fylgja ákveðnum ytri reglum í tengslum við mat og förum að treysta líkama okkar, hlusta á hann og hlúa að þörfum hans og bera virðingu fyrir honum þá verðum við heilbrigðari.

 

 

 

Árangur – Fjársjóðsleitin (sjálfstyrkingarnámskeið)

myndin

Fjársjóðsleitin er sjálfstyrkingarnámskeið sem þróað var árið 2010 af Elvu Björk
Ágústsdóttur (sálfræðikennara og námsráðgjafa) og  byggir á hugrænni atferlisfræði

Markmiðið með Fjársjóðsleitinni er að byggja upp sjálfsálit í gegnum leik og
skemmtileg verkefni en sem dæmi leika börnin sjóræningja sem fara í fjársjóðsleit en í
leiðinni finna þau sína eigin styrkleika.  Á námskeiðinu er stuðst við þá
skilgreiningu að sjálfsálit sé það álit sem við höfum á okkur sjálfum og feli í sér mat
manneskjunnar á eigin hæfni og virði (Tafarodi og Swann, 1995). Út frá því er skoðað
hvaða hæfni skiptir máli í lífi barnsins og hvernig megi auka getu barnsins í þeim þáttum.
Markmið námskeiðsins er að efla jákvætt hugarfar, styrkja jákvæða eiginleika og hvetja
börnin til að stíga út fyrir þægindaramma sinn, setja sér markmið og ná þeim.

Í rannsókn Ingu Dóru Glan (2018) á árangri námskeiðsins kom í ljós að hækkun varð á almennu sjálfsáliti, bæði hjá stúlkum og drengjum, eftir þátttöku á námskeiðinu.

Einnig var marktækur munu á líkamsmynd stúlkna fyrir og eftir námskeiðið. Aðrir þættir í sjálfsmati barna eins og námshæfni, félagshæfni og íþróttahæfni, hækkuðu líka, en sú hækkun var ekki marktæk.

Marktækur munur fannst á áhrifum Fjársjóðsleitarinnar á hæfni barnanna að mati
foreldra. Einnig fannst marktækur munur á íþróttahæfni stráka og félagshæfni
stelpna.  Það bendir til að foreldrar strákanna tóku eftir jákvæðum mun hvernig þeir
hegðuðu sér í tengslum við íþróttir eða útileiki. Einnig bendir það til að foreldrar
stelpnanna tóku eftir jákvæðum breytingum í samskiptum stelpnanna við jafnaldra.

Niðurstöður rannsóknarinnar á Fjársjóðsleitinni benda til þess að námskeiðið geti haft jákvæð áhrif á almennt sjálfsálit þátttakenda en einnig á sjálfsálit tengt líkamsmynd og íþróttahæfni sem eru einmitt þeir þættir sem mælast lægst hjá börnum á þessum aldri.

Meðferðir og námskeið sem byggja á hugrænni atferlisfræði eru yfirleitt ekki ætluð fyrir skjótunninn bata þar sem frekar er verið að gefa einstaklingum tækin til að ögra neikvæðum hugsunum sem með tímanum vinnur á lágu sjálfsáliti.

Á heildina litið voru börn og foreldrar ánægð með námskeiðið, bæði með
áhrifin frá því sem og verkfærin sem þau öðluðust til þess að halda áfram þessari
mikilvægu vinnu, að byggja upp sjálfsálit sitt, heima fyrir.

Heimild:

Inga Dóra Glan Guðmunsdóttir, 2018. Fjársjóðsleitin; Markviss uppbygging á sjálfsálit.

Click to access Fjarsjodsleitin.IngaDoraGlan.pdf

 

Fjársjóðsleitin – Rannsókn á árangri námskeiðsins

myndin

Fjársjóðsleitin er sjálfstyrkingarnámskeið fyrir börn á aldrinum 6-10 ára.

Námskeiðið hefur verið í boði frá árinu 2012.

Árið 2016 hófst ítarleg rannsókn á árangri námskeiðsins og var rannsóknin  hluti af meistaraverkefni Ingu Dóru Glan Guðmundsdóttur í náms- og starfsráðgjöf við HÍ.

Niðurstöður voru á þá leið að námskeiðið hafði marktæk áhrif á sjálfsálit þátttakenda. Munur fannst einnig á áhrifum Fjársjóðsleitarinnar á hæfni barnanna að mati foreldra.

Almennt hafa börn á þessum aldri frekar jákvætt sjálfsálit en rannsóknir benda til þess að það lækki þegar börn færast yfir á unglingsárin. Möguleg ástæða þess er talin geta verið raunsærri endurgjöf frá foreldrum og kennurum og líklega hefur samanburður unglinga við jafnaldra sína einnig mikil áhrif.

Mikilvægt er að styrkja sjálfsálit barna áður en þau komast á unglingsár til að sporna gegn lækkun á sjálfsálit seinna meir. Einnig getur gott sjálfsálit haft jákvæð og vernandi áhrif á líðan og hegðun.

Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að Fjársjóðsleitin geti nýst til uppbyggingar á sjálfsmynd barna og þar af leiðandi sem forvarnarstarf við hinum ýmsu geðrænu vandamálum sem steðja að unglingum í dag og tengjast lágu sjálfsáliti og vöntun á sjálfsþekkingu.

Hægt er að nálgast rannsókn Ingu Dóru hér: https://skemman.is/bitstream/1946/31795/1/Fjarsjodsleitin.IngaDoraGlan.pdf

 

Reynsla og minningar sem bæta sjálfsálit

Lágt sjálfsálit er oft eitt af einkennum raskana eins og þunglyndis, átraskana og sumra persónuleikaraskana. Lágt sálfsálit getur spáð fyrir um bakslög og er áhættuþáttur hvað varðar sjálfskaða og sjálfsvígshegðun.

Í sumum meðferðarformum er ekki unnið sérstaklega með sjálfsálit heldur búist við að sjálfsmat batni samhliða því að önnur einkenni réni. Lágt sjálfsálit getur verið í formi hugsana um mann sjálfan, aðra og heiminn. Til dæmis „ég er misheppnuð“, „fólk dæmir mig“ og „heimurinn er slæmur“. Oft er unnið með slíkar hugsanaskekkjur í meðferð, sérstaklega í hugrænni atferlismeðferð og lærir fólk þá að þróa með sér rökréttari hugmyndir eins og „mér tekst margt sem ég geri“, „sumt fólk dæmir mig kannski “ og svo framvegis.

Ýmislegt bendir til að fleira þurfi til að virkilega breyta sjálfsálitinu. Það er grundvallaratriði fyrir þann sem hugsar á neikvæðan hátt um sjálfan sig að vita að hugsunin er ekki alsendis rétt. En þó fólk viti að það hafi ýmsa kosti og geti gert margt vel þá líður því oft ekki þannig þrátt fyrir allt. Það sem virðist vanta uppá er tilfinningin um að vera fær, duglegur, góður. „Ég veit ég er í grundvallaratriðum nokkuð góð en mér líður ekki þannig“. Það sem vantar er að finnast það. Þá komum við að kjarna málsins, reynslu og minningum. Minningum um að hafa gert sitt besta, tekist vel upp og þar fram eftir götum.

Öll erum við þannig gerð að okkur gengur stundum vel í því sem við erum að gera og stundum ekki eins vel eða jafnvel illa.

Í huga þeirra sem hafa lágt sjálfsálit virðast minningar um slæmt gengi vera tiltækari en minningar um það sem hefur gengið vel.

Hvað segir þetta okkur? Jú, það er mikilvægt fyrir alla að eiga minningar um að ráða vel við verkefni og að búa yfir styrkleikum sem nýtast í daglegum athöfnum. Því fleiri og sterkari sem þær minningar eru því líklegar er að þær verði tiltækari í huga okkar en minningar um slæmt gengi.

Að læra með því að gera er mikilvægt í þessu samhengi.

Til að byggja upp gott sjálfsálit barna er því áríðandi að búa þeim umhverfi þar sem þau fá færi á að upplifað sig sem sterka einstaklinga sem geta og gera vel.

Þannig er mikilvægt að foreldrar, kennarar og aðrir sem eiga hlutdeild að heimi barnsins hafi sem skýrustu mynd af getu, styrkleikum og áhuga barnsins og búi því tækifæri til að finna og upplifa sjálft að því takist vel til. Að sama skapi er mikilvægt að skoða hvort barnið lendi oft í því að ráða ekki við aðstæður, upplifi vanmátt og leitast við að fækka þeim tilfellum.

Öllum gengur stundum illa í einhverju.

Það er mikilvægt að börn læri að það er eðlilegt að takast misvel upp og að það eigi við um okkur öll.

Þegar börnunum okkar finnst þau ekki standa sig vel er mikilvægt að setja athygli á þá þætti sem vel hafa gengið, minna á það sem þau hafa gert vel í fortíðinni og stuðla að væntingum um tækifæri til að ganga vel á eftir, á morgun, í framtíðinni.

Anna Sigríður Jökulsdóttir sálfræðingur

Heimildir: Kees Korrelboom, COMET for low self-esteem

Fjarnámskeið – Sjálfsmynd og líkamsmynd

Í nóvember verður aftur boðið upp á námskeið um sjálfsmynd og líkamsmynd.

Á námskeiðinu verður fjallað um sjálfsmynd og líkamsmynd barna og unglinga. Farið verður í þá þætti sem móta sjálfsmyndina, þær breytingar sem verða á unglingsárum og þann kynjamun sem finna má á sjálfsmynd og líkamsmynd unglinga. Unnin verða hagnýt verkefni sem hægt er að nýta í starfi með börnum og unglingum eða í uppeldi

youth-570881_1920 (1)

Námskeiðið sem haldið var í ágúst gekk mjög vel og var mikill áhugi fyrir fjarnámskeiði.

Umsagnir:

Mat þátttakanda á mælikvarðanum 1-5 var 4,82

Frábært námskeið. Margt sem ég get tekið með mér og nýtt í mínu starfi.

Lifandi og góð kennsla, skemmtilegur kennari. Flott efni. Fræðilegur grunnur góður.

Frábært námskeið – ætti að vera skylduverkefni í grunn- og framhaldsskólum.

Upplýsingar:

https://www.endurmenntun.is/namskeid/stakt-namskeid?courseID=186H18&n=sjalfsmynd-og-likamsmynd-barna-og-unglinga-hagnyt-verkefni-og-leidir-til-ad-baeta-sjalfsmynd-og-lidan-fjarnamskeid&fl=uppeldi-og-kennsla

Leiðir til að efla jákvæða líkamsmynd barna og unglinga

1header-T-dapbodyimage

Líkamsmynd er sú skoðun eða sýn sem við höfum á útliti okkar. Börn með góða líkamsmynd eru ánægðari með útlit sitt og líklegri til að trúa á sjálfa sig. Börn með góða líkamsmynd eru ólíklegri til að verða upptekin af mat og útliti og líklegri til að eiga í heilbrigðu sambandi við mat.

Leiðir til að efla jákvæða líkamsmynd:

Hvernig er þín eigin líkamsmynd?

Til að byrja með er mikilvægt að við hugum að okkar eigin líkamsmynd.  Veltu fyrir þér þeim skilaboðum sem þú gefur barni þínu. Hvernig talar þú um eigin líkama? Kvartar þú undan þykkum lærum, appelsínuhúð, aukakílóum, grönnum vexti? Ferðu í ræktina til að „eiga inni“ fyrir skyndibita kvöldsins? Talarðu um að fara í megrun til að komast í form fyrir sumarið? Börnin heyra og skynja þessi skilaboð og geta myndað með sér áhyggjur af því hvort þau komist í kjólinn fyrir jólinn.

Heilsa en ekki holdafar

Mikilvægt er að leggja áherslu á heilsu í stað holdafars eða kílóa. Reyndu að hætta að fylgja vigtinni. Spáðu frekar í hollum mat og skemmtilegri hreyfingu með barninu þínu. Börn eiga ekki að æfa til að breyta útliti sínu eða telja hitaeiningar. Þau eiga að hlusta á líkama sinn og viðhalda færni sinni í að borða þegar þau eru svöng og stoppa þegar þau eru södd.

Börn hafa mismikinn áhuga á íþróttum. Sum börn eru hafa mikinn áhuga á að æfa íþróttir og jafnvel margar og ólíkar meðan önnur börn njóta þess síður. Ef þörf er á að auka hreyfistundir barnsins er mikilvægt að finna hreyfingu sem barnið hefur ánægju af t.d göngutúra með nesti, hjólatúra, sund, eða hoppa á trampólíní.

Fögnum fjölbreytileikanum

Ræddu við barnið þitt um að fjölbreytni í líkamsvexti sé eðlilegur og um þau skaðsömu skilaboð sem oft finna má í þáttu, bókum, fjölmiðlum sem beinast að börnum. Segðu barni þínu frá því hve mikið myndir í fjölmiðlum eru breyttar og að alls konar líkamar geta verið góðir og fallegir.

 

Heimild:

https://www.eatright.org/health/weight-loss/your-health-and-your-weight/5-ways-to-promote-a-positive-body-image-for-kids

 

Núvitund og sjálfstraust

Að  lifa í núinu eða að veita hverju augnabliki athygli, viljandi og án þess að taka afstöðu eða dæma getur haft jákvæð áhrif á sjálfstraust barna og unglinga.

buffer

Núvitund snýst um að vera meðvitaður um hugsanir sínar án þess að dæma þær. Að vita hvað er að gerast, þegar það gerist án þess að dæma. Að vera eins og við erum og bara VERA.

Lífið er núna, lífið er ekkert annað en núna. En hugur okkar er alltaf á fullu, hann hugsar fram og til baka, hann lætur fortíðina hafa áhrif á núið og getur verið gríðarlega upptekinn af því að skipuleggja framtíðina. Þess vegna eigum við það til að missa af núinu og lifum í raun í fortíð og framtíð en ekki núna.

Ýmsar leiðir eru færar til að þjálfast í því að lifa í núinu:

Æfingar

Skref fyrir skref

Mindful

Fleiri æfingar

Rannsóknir benda til þess að núvitundarnámskeið og jafnvel stuttar núvitundaræfingar geti haft jákvæð áhrif á sjálfstraust barna og unglinga. Núvitundaræfingar geta aukið sjálfsvirðingu og sátt við eigið sjálf. Æfingarnar geta einnig minnkað kvíða í félagslegum aðstæðum og ótta við höfnun frá öðrum.

Heimildir:

Hanna María Guðbjartsdóttir. Hvað er þetta mindfulness og hvernig getur það gagnast okkur? Tekið af: Hjartalíf

Pepping, C. A., O’Donovan, A. og Davis, P. J. (2013). The positive effects of mindfulness on self-esteem. The Journal of positive psychology, vol. 8. pg. 376-386

Randall, C., Pratt, D. og Bucci, S. (2015). Mindfulness and self-esteem: A Systematic Review. Mindfulness, 6. pg 1366-1378

Höfundur: Elva Björk

 

Mín persónulega líkamsvirðingarbarátta

Í dag er Dagur líkamsvirðingar. Mig langar í tilefni dagsins að líta aðeins til baka og tala um mína eigin líkamsvirðingarbaráttu. Það er svo margt sem mig langar að segja að ég veit varla hvar ég á ætti að hefja þessi „hugsa upphátt“ skrif.

Baráttan fyrir líkamsvirðingu getur verið fjölbreytt. Benda má á mikilvægi þess að einblína á heilsu en ekki holdafar einnig má benda á mikilvægi þess að berjast gegn fitufordómum. Þegar mín líkamsvirðingar vegferð hófst hafði ég enga hugmynd um hugmyndafræðina bak við heilsu óháð holdafari. Ég hafði líka mjög sjaldan velt fyrir mér fordómum sem feitir verða fyrir, enda hafði ég persónulega litla sem enga reynslu af því og gat ekki tengt við það mikilvæga málefni.

Nær allt mitt líf hef ég tengt við þá upplifun og líðan að vera með slæma líkamsmynd. Mjög snemma á lífsleiðinni upplifði ég mig feita, þó án þess að vera það (sem er algjört aukaatriði hér) og tengdi það strax við eitthvað neikvætt. Sem lítil stelpa, rúllandi um á hjólaskautum í Horsens í Danmörku með vinkonum mínum, upplifði ég mig sem síðri manneskju af því ég var feitari en vinkonur mínar. Mörgum finnst þetta kannski yfirborðlegt og ómerkilegt umræðuefni, enda útlit ekki allt sem skiptir máli í lífinu. En fyrir ungu stelpuna mig, hafði slæma líkamsmyndin sem var að myndast,  mikil áhrif á andlega líðan og heilsu.

Slæma líkamsmyndin mín myndaelvaðist snemma. Af hverju hún varð slæm veit ég ekki fyrir víst. Ég hafði í fyrsta lagi frekar skakka mynd af sjálfri mér, fannst ég mun feitari en ég var. Eflaust má rekja það til þess að hópurinn sem ég bar mig saman við var í grennri kantinum. Vinkonur mínar voru nettari en ég og notuðu minni fatastærðir. En það er samt ekki aðal atriðið. Aðal atriðið er að ég tengdi aukakíló við eitthvað mjög slæmt.

Á myndinni má sjá mig, til miðju, halda inni maganum í myndatöku.

Ég var ekki alin upp af foreldrum með mikla fitufordóma og það voru ekki áberandi pælingar um útlit og holdafar á mínu heimili, langt frá því. En skilaboðin um að það að vera feitur væri slæmt og að vera grannur væri gott, komu einhvers staðar frá. Eflaust frá fjölmiðlum og samskiptum mínum við jafnaldra.

Skilaboðin sem við fáum eru stundum svo „ósýnileg“ og því erfitt að átta sig á þeim og áhrifum þeirra. Skilaboðin birtast oft í teiknimyndum og sögum ætlaðar börnum og unglingum. Skilaboðin birtast í neikvæðu og frekjulegu myndinni af feita barninu í teiknimyndum, feita kettinum sem er latur og gráðugur, óvinsælu feitu stelpunni í unglingaskólanum og fyndnu, feitu, óheppnu og vandræðilegu vinkonunni sem kemur sætu vinkonunni á séns.

fita 3

Við hlæjum að feita gráðuga kettinum, okkur finnst feiti frekjulegi (ofast rauðhærði) krakkinn pirrandi og við kippum okkur lítið upp við þá neikvæðu mynd sem við fáum af feitu manneskjunni í bíómyndum. Þetta er náttúrulega bara allt grín er það ekki? Má ekki gera grín að neinu lengur?fita1

En….. ómeðvitað (ef við viljum vera svolítið Freudísk) þá sígur þetta inn og hefur áhrif. Við erum t.d. líklegri til að kaupa Pepsí í hléi í bíó ef Pepsí birtist á skjánum,  þótt við teljum okkur alls ekki hafa séð Pepsí og munum ekkert eftir því í myndinni. Þetta sísast allt saman inn – við tökum bara ekkert alltaf eftir því.

Þannig að veðurfréttabörnin sem voru minnkuð í veðurfréttunum á sínum tíma, Klói köttur á kókómjólkinni sem fór í megrun og „köttaði“ sig niður, lati feiti og fyndni kötturinn Grettir og fyndna feita konan í bíómyndinni sem er alltaf í aukahlutverki og fær aldrei draumaprinsinn eða draumastarfið skipta máli. Þessi „fyndnu“ skilaboð hafa neikvæð áhrif á okkur, þótt við áttum okkur ekki á því.

Höfundur: Elva Björk Ágústsdóttir

Námsráðgjafi og sálfræðikennari

Feimni hjá börnum

300-fjarsjodsleit_617a835c229addb2ea669df37df22e26

Mikil feimni getur haft neikvæð áhrif á líf barna og unglinga. Feimni eða hlédrægni getur haft þau áhrif að barnið missir af mörgum dásamlegum hlutum. Feimið barn getur til að mynda misst af tækifæri til að taka þátt í skólaleikritinu eða að sýna sitt besta í upplestri í kennslustund. Talið er að feimni hafi verið gagnleg áður fyrr og geti jafnvel verið það ennþá þar sem hún leiðir til varkárni í samskiptum. Mikil breidd er í feimni og getur barn til dæmis fundið fyrir örlítilli feimni þegar það er meðal ókunnugra og verið öruggt heima hjá sér eða með vinum sínum. Önnur börn geta þó upplifað mun meiri feimni, verið mjög óörugg meðal fólks og jafnvel þjáðst af félagsfælni.

Oftast birtist feimni hjá ungum börnum með þeim hætti að barnið horfir ekki í augu annarra, talar lágt eða jafnvel ekkert og er niðurlútt. Barnið getur jafnvel
límt sig fast við einhver sem það þekkir. Barnið tjáir síður skoðanir sínar og langanir, miðað við önnur börn.

Feimin börn eiga það til að hafa of miklar áhyggjur af skoðun annarra. Mörg hver telja að mikilvægt sé að vera fullkomin í samskiptum og áhrif minnstu mismæla eða athugasemda eru mikluð. Í samskiptum við annað fólk eiga börnin það til að mikla fyrir sér mikilvægi eigin hegðunar og hugsa mun oftar um það neikvæða en það jákvæða í eigin fari þegar kemur að samskiptum.

Þar sem feimin börn eiga það til að upplifa vanlíðan í margmenni eða meðal ókunnugra eiga mörg þeirra það til að forðast félagsleg samskipti eða mannamót. Tækifærin til að öðlast betri félagsfærni minnkar þar sem þjálfunin í félagslegum samskiptum er minni.

Barn sem er feimið er eðli málsins samkvæmt ekki mikið fyrir að trana sér fram. Erfiðara getur því reynst að ná það besta úr barninu þar sem það forðast að láta ljós sitt skína.

Hvernig getum við styrkt sjálfsmynd feiminna barna?

Í megin dráttum skiptir mestu máli að sýna barninu umhyggju en um leið festu og aga. Að vera góð fyrirmynd fyrir barnið í samskiptum skiptir einnig miklu máli. Þegar rætt er við barnið er mikilvægt að þrýsta ekki um of á það að barnið svari og gefa barninu rúm og færi á að svara. Oft getur verið gott að byrja á léttum, lokuðum spurningum, þar sem barnið þarf einungis að svara t.d. hver eða hvar, já eða nei, í stað þess að koma með langa lýsingu á atburðum. Taka skal einnig tillit til annarra tjáskipta eins og handahreyfinga eða bendinga.

Ef barnið heyrir ítrekað að það sé feimið fer það sjálft að trúa því og nota það sem afsökun fyrir því að forðast margt. Gott er því að reyna af fremsta megnið að hvetja barnið til að prófa nýja hluti. Í sumum tilfellum þarf ekki nema eina jákvæða reynslu af því að fara út fyrir þægindarammann til að minnka feimnina.

Mikilvægt er að fara ekki of geyst af stað, lítil markmið og lítil skref í einu. Í því samhengi er best að byrja á aðstæðum þar sem feimnin er ekki mikil og jafnvel æfa athafnirnar fyrirfram t.d að biðja um aðstoð kennarans. Að gefa barninu tækifæri á að nálgast markmið sín skref fyrir skref er mikilvægt. Barn sem treystir sér ekki til að halda fyrirlestur fyrir samnemendur sína gæti til að mynda treyst sér til að taka fyrirlesturinn upp á myndbandið og kynna myndbandið fyrir samnemendum sínum. Með því að setja lítil markmið að stóra markmiðinu (t.d. að halda fyrirlestur fyrir framan samnemendur) og aðlaga verkefni og athafnir að barninu getur það skref fyrir skref, sigur eftir sigur, nálgast loka markmiði sitt. Æfing og þjálfun á atburðum eða aðstæðum sem barnið kvíðir getur virkað mjög vel og ýtt enn betur undir góðan árangur.

Gott er að hvetja barnið til að tala við aðra og hrósa barninu fyrir góð samskipti t.d. þegar barnið býður góðan daginn eða heilsar bekkjarfélaga sínum. Hægt er að æfa félagsfærnina markvisst t.d. æfa að heilsa, kveðja, biðja um hjálp, tala við ókunnuga, hrósa, spyrja eftir vinum. Oft þurfa börn sem eru feimin aðstoð við að mynda vinasambönd og hvatningu til að leika við önnur börn. Vinasambandið getur síðan styrkt félagsfærni barnsins.

Fyrir mörg börn getur vinna með tilfinningatjáningu skipt sköpum. Sum feimin börn eiga erfitt með að tjá tilfinningar sínar. Sjálfsmynd þeirra getur verið slæm og því mikilvægt að styrkja sjálfstraust þeirra. Til að mynda með því að fræða barnið um að það sé ekki eitt í heiminum, mörg önnur börn upplifa svipaða tilfinningu og barnið sjálft. Gott er að gefa barninu tækifæri til að uppgötva og sýna sínu sterku hliðar og auka sátt þess við sérkenni sín.

Elva Björk Ágústsdóttir, sálfræðikennari og náms- og starfsráðgjafi

Heimildir:

Butt, M., Moosa, S., Ajmal, M. og Rahman, F. (2011). Effects of shyness on the self esteem of 9th grade female students. International Journal of Business and Social Science. 2, 12.

Gréta Júlíusdóttir, Ásta Fr. Reynisdóttir, Hólmfríður B. Pétursdóttir. (2005). Feimni: Er hægt að hjálpa börnum að yfirstíga þá hindrun sem feimnin er og þá hvernig? B.Ed ritgerð:Háskólans á Akureyri, Kennaradeild.

Jakob Smári, Félagsfælni. Persona.is (http://www.persona.is/index.php?action=articles&method=display&aid=13&pid=11)

Kolbrún Baldursdóttir. (2006). Feimni hjá börnum. Uppeldi, 1, 19. árg.