Flokkaskipt greinasafn: Verkefni sem styrkja líkamsmynd

Fræðsla um sjálfsmynd og líkamsmynd

mynd

Fræðsla um sjálfsmynd og líkamsmynd

Fyrir stúlkur í 8. 9. og 10. bekk

 

Margar stúlkur hafa ekki mikla trú á sjálfum sér. Þær eiga í vanda með að finna styrkleika sína og nýta þá í daglegu lífi. Einnig hafa margar stúlkur áhyggjur af líkama sínum og útliti og finnast þær þurfa að breytast til þess að líða betur með sjálfar sig. Slæm líkamsmynd getur haft mikil áhrif á líf stúlkna svo sem ýtt undir þunglyndi, kvíða og átraskanir. Tíðni slæmrar líkamsmyndar meðal unglingsstúlkna er há og því mikilvægt að stuðla að bættri líðan þeirra.

Fyrir þremur árum síðan fór Elva Björk af stað með fyrirlestur um líkamsmynd, sjálfsmynd og fegurðarviðmið. Fjallað er um hvað hefur áhrif á sjálfsmynd og líkamsmynd stúlkna, tískutímarit, photoshop, fyrirmyndir og heilsu óháð holdafari. Farið er í hagnýtar leiðir til að bæta sjálfsmynd og líkamsmynd stúlknanna.

Í boði er fyrirlestur í skólum fyrir um 30 stúlkur í senn.

  • Fyrirlesturinn tekur c.a. 70 mínútur
  • Verð: 20.000 kr.

 

Elva Björk Ágústsdóttir er náms- og starfsráðgjafi og kennari og starfar í Hofsstaðaskóla í Garðabæ og í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Elva Björk hefur lokið meistaranámið í sálfræði með áherslu á forvarnir gegn átröskunum og slæmri líkamsmynd. Undanfarin fjögur ár hefur Elva Björk, ásamt öðrum,  unnið að forvörnum gegn átröskunum og slæmri líkamsmynd og sjálfsmynd.

 

Hægt er að hafa samband við Elvu Björk til að fá nánari upplýsingar eða panta fyrirlestur í síma: 862 – 9999 eða senda tölvupóst á elvabjork@sjalfsmynd.com

 

 

 

 

 

Flóðhesturinn sem vildi sá rassinn á sér

Synir mínir (tveggja og átta ára) fengu yndislega bók í jólagjöf. Bókin heitir Flóðhesturinn sem vildi sjá rassinn á sér og fjallar um flóðhest sem er stór og feitur og afar ánægður með sjálfan sig. Hann eyðir drjúgum hluta dagsins í að dást að eigin vaxtarlagi (höfundar: Kristján Hjálmarsson og Salbjörg Rita Jónsdóttir).

VSO722229

Bókin var kærkomin gjöf inn á okkar heimili þar sem barbídúkkur hafa grennst, GI Joe er orðinn stæltari og meira skorinn, Ponyhesturinn orðinn hávaxinn og grennri og varla hægt að finna sögupersónu í barnabókum eða teiknimyndum sem er með annað vaxtarlag en fyrirsætur á tískupöllunum.

Mér finnst nauðsynlegt að börn fái upplýsingar um það að við erum ólík, og líkamar okkar eru mismunandi í laginu, sumir eru hávaxnir, aðrir lágvaxnir, sumir eru grannir meðan aðrir eru feitir. Það er því mikilvægt að fræðslu- og skemmtiefni sem beint er að börnum geri fjölbreytileikanum góð skil.

Skemmtileg barnabók um feitan flóðhest var því kærkomin gjöf 🙂

Elva Björk Ágústsdóttir

Stríðni vegna holdafars

Ég er námsráðgjafi í grunnskóla. Í skólanum koma oft upp mál er varða til dæmis líðan nemenda, félagstengsl, stríðni og nám. Nýlega vann ég verkefni  í tengslum við stríðni vegna útlits sem mig langar að deila með ykkur.

Kennari hafði áhyggjur af stríðni nokkurra nemenda vegna holdafars eins skólafélaga. Stríðnin virtist hafa slæm áhrif á líðan allra sem að málinu komu. Kennarinn óskaði því eftir aðstoð minni og vildi stöðva stríðnina og um leið bæta líðan og líkamsmynd nemenda.

Við fórum af stað með verkefni og fræðslu í bekknum. Nemendur áttu að velta fyrir sér kostum við mismunandi útlit. Ákveðið útlit var tekið fyrir í einu og kostir eða jákvæðir eiginleikar þess útlits kortlagðir til að mynda  kostir þess að vera hávaxinn, lágvaxinn, grannur eða feitur. Þegar nemendur voru búnir að confident kids logonefna marga jákvæða eiginleika eða kosti áttu þeir að nefna fyrirmyndir sem pössuðu inn í hvern flokk. Sem dæmi má nefna það að ef nemendur nefndu að þeir sem væru hávaxnir gætu orðið góðir í körfubolta hentaði vel að nefna góðan körfuboltaleikmann sem fyrirmynd.

Dæmi um verkefni nemenda:

Hávaxinn

Lágvaxinn

Grannur

Feitur

Kostir:

Góður í körfubolta

Góður í fótbolta

Góður í handbolta

Góður í marki

Getur hjálpað öðrum t.d. náð í hluti sem eru hátt uppi

Góður í frjálsum íþróttum

Sterkur

Sér vel á tónleikum

Góður leikari

Góður söngvari

Kostir:

Góður í dansi

Góður í fimleikum

Getur falið sig vel í feluleik

Góður í handbolta

Góður í fótbolta

Góður í marki

Góður í frjálsum íþróttum

Góður í ballet

Góður söngvari

Góður leikari

Liðugur

Góð barnapía

Kostir:

Góður í fimleikum

Góður í ballet

Góður í karate

Kemst á milli þröngra staða

Góður í að fela sig í feluleik

Góður í frjálsum íþróttum

Liðugur

Góður í jazzballet

Lipur

Góður söngvari

Góður leikari

Kostir:

Sterkur

Góður í fótbolta

Góður í marki

Góður í handbolta

Góður í glímu

Góður í karate

Góður söngvari

Góður leikari

Góður í lyftingum

Góður í frjálsum íþróttum

Góður í júdó

Góður í boxi

Góður í Taekwondo

Fyrirmyndir:

Ólafur Stefánsson

Nicole Kidman

Uma Thurman

Jón Arnór Stefánsson

Liv Tyler

 

Fyrirmyndir:

Justin Bieber

Bjarki Sigurðsson

Gróttu stelpurnar

Tom Cruise

Johnny Galecki

Fyrirmyndir:

Justin Bieber

Gróttu stelpurnar

Karate Kid

Kári Steinn

Selena Gomez

Fyrirmyndir:

Adele

Ólafur Darri

Margir júdómenn

Auðunn Jóns.

Christina Aguilera

Lauren í Glee

Út frá verkefninu urðu skemmtilegar umræður. Til að mynda fannst nemendum áhugavert að sjá hve marga góða kosti útlitin áttu sameiginleg t.d. að vera góður í frjálsum íþróttum. Nemendur nefndu að það vera feitur eða grannur hafði lítið um það að segja hvort viðkomandi gæti orðið góður í frjálsum íþróttum. Nemendur voru líka allir meðvitaðir um það að allar tegundir útlits ættu að þykja eðlilegar og fallegar þar sem við fæðumst ólík. Sumir eru dökkhærðir, aðrir ljóshærðir, sumir verða hávaxnir meðan aðrir verða lágvaxnir. Þetta er ómögulegt að breyta og eitthvað sem enginn ætti að stríða öðrum vegna. Nemendur voru sammála um að það sama á við þegar kemur að holdafari.

Ég vil hvetja alla kennara til að prófa verkefnið. Það stuðlar að umræðu meðal nemenda um kosti hvers og eins. Um leið hvetur verkefnið nemendur sem og okkur starfsmenn skólanna til að fagna fjölbreytileikanum.

Elva Björk Ágústsdóttir. Námsráðgjafi/MS í sálfræði

Bea and Mr. Jones

Í síðasta pistli var fjallað um mikilvægi þess að feit börn þyki vænt um líkama sinn. Börn og unglingar sem ekki uppfylli skilyrðin um hinn „flotta“ líkama (grannar stelpur, stæltir strákar) fá ítrekað neikvæð skilaboð, bæði beint og óbeint. Dæmi um bein skilaboð er t.d. útlitsstríðni í skóla eða megrunarráð. Dæmi um óbein skilaboð er t.d. fitutal fullorðinna, hræðsla annarra við aukakíló og umræða um mikilvægi þess að vera án aukakílóa.

Sum börn eru frá náttúrunnar hendi feitari en önnur börn, líkt og sum börn eru frá náttúrunnar hendi hávaxin. Þessu getur verið nær ómögulegt að breyta og það bætir ekki úr ef barnið hefur óbeit á eigin líkamsvexti.

Til að styrkja barnið er mikilvægt að einblína á kosti þess og benda á að allir líkamar eru eðlilegir. Oft reynist vel að láta barnið finna flottar fyrirmyndir sem barnið líkist.

Börn fá sjaldan að heyra og sjá gleðilegar og ævintýralegar sögur um börn sem eru feit. Börn, alveg niður í leikskólaaldur, tengja feitt vaxtarlag við eitthvað neikvætt. Það viðhorf getur haft slæm áhrif á þau. Það er því mikilvægt að miðla sögum, myndum eða öðru skemmtilegu efni til barna sem sýna börn í öllum stærðum og gerðum.

Okkur langar því að benda áhugasömum, sem vinna með ung börn eða eiga ung börn, á þessa skemmtilegu bók sem fjallar um Bea og föður hennar. Bea er orðin leið á því að vera á leikskólanum sínum. Hún vill skipta um líf við pabba sinn og fá að mæta til vinnu í stað þess að vera á leikskólanum. Faðir hennar er einnig orðinn leiður á því að mæta til vinnu alla morgna og tekur því vel í hugmyndina og þau skipta um hlutverk. Það sem gerir þessa barnasögu skemmtilega og ólíka öðrum sögum er að bæði Bea og faðir hennar eru ekki grönn. Þau eru smá þétt og eru teiknuð þannig í raun af engri sérstakri ástæðu –  nema kannski af þeirri einu ástæðu, að börn sem eru feit sjái einstaka sinnum skemmtilegar og jákvæðar persónur í bókum eða myndum sem þau geta samsamað sig við.

http://www.amazon.com/Bea-Mr-Jones-Amy-Schwartz/dp/B0058M7QH0/ref=sr_1_1?ie=UTF8&qid=1350993933&sr=8-1&keywords=Bea+and+Mr.+Jones

Love your body dagurinn í dag – 17. október

Í dag, þann 17. október er Love your body dagurinn.

Á hverjum degi fáum við skilaboð um hvernig við eigum að líta út, hvaða líkami eða hvaða útlit er ásættanlegt og fallegt. Hið „fullkomna“ útlit er síðan tengt við hið „fullkomna“ líf, þar sem prinsinn á hvíta hestinum birtist ef við bara léttumst um 15 kíló eða við fáum draumastarfið ef við bara værum fallegri, grennri, brjóstastærri – já eða minni og svona mætti lengi telja.

Við hvetjum alla til að sættast við eigin líkama, læra að meta hann og sjá það fallega við hann.

Á vefsíðunni adiosbarbie.com eru nefndar nokkrar góðar leiðir til að styrkja líkamsmyndina. http://www.adiosbarbie.com/2012/10/five-lessons-in-loving-your-body/

 

 

Við hvetjum ykkur einnig til að lesa ykkur til um daginn í dag hér: http://loveyourbody.nowfoundation.org/index.html

Elva Björk Ágústsdóttir

 

Færum fyrirmyndir nær okkur

Rannsóknir hafa sýnt að tengsl eru á milli þess hve mikið stelpur skoða tísku/heilsu tímarit, myndir af fyrirsætum og horfa á tónlistarmyndbönd og hve óánægðar þær eru með sjálfar sig.

Það er því mikilvægt að hvetja stúlkur til að gagnrýna það sem þær sjá í sumum fjölmiðlum og átta sig á að ekki er allt sem sýnist. Stúlkur þurfa að vita að myndir af fyrirsætum eða öðrum í tímaritum eru oftast lagaðar til, jafnvel falsaðar eða manneskjan sem er á myndinni er ekki til.

Fyrirsætan Heidi Klum sagði frá því í viðtali að þegar hún var að byrja að vinna sem fyrirsæta tók hún þátt í myndatöku fyrir baðföt. Hún var spennt og hlakkaði til að sjá myndirnar þegar þær kæmu í tískublaðið. Ekki varð hún sátt þegar hún sá myndirnar í blaðinu þar sem þetta var bara ALLS ekki hún. Þegar hún fór að grennslast fyrir um þennan rugling kom  í ljós að 7 stúlkur voru boðaðar í myndatökuna. Þegar myndin birtist í tískublaðinu var búið að breyta myndinni á þann veg að brjóstin hennar Heidi Klum voru notuð og hárið, meðan magi af annarri stúlku var notaður, augu þeirrar þriðju, fætur af þeirri fjórðu og svo framvegis. Þannig að fyrirsætan á myndinni var hreinlega ekki til!!

Vinsæla verslunarkeðjan H&M var uppvís að svipuðu atferli fyrir stuttu síðan þegar bikiníauglýsing birtist með tilbúnum líkama og andlit mismunandi stúlkna bætt inn á myndirnar.

Stór þáttur í því að vinna gegn þessu er í raun að kaupa þetta ekki. Kaupa ekki það sem við sjáum og kaupa ekki blöðin. Með því móti getum við minnkað  áreitið og minnkað það að vera ávallt að bera okkur saman við aðra.

Einnig hefur það reynst mörgum stúlkum vel að finna sér aðrar fyrirmyndir. Stelpur sem eru óánægðar með eitthvað við eigið útlit t.d. nefið, maga, brjóst, hæð, geta notið góðs af því að færa fyrirmyndir nær sér. Þær geta leitað að fyrirmyndum sem hafa sama „útlitsgalla“ og þær telja sig hafa. Til dæmis leitað að fyrirsætum með nef sem líkist þeirra, maga, bjóst eða hæð sem svipar til þeirra.

Að bera sig saman við einhvern sem samkvæmt ríkjandi fegurðarviðmiðum er flottari en maður sjálfur getur haft neikvæð áhrif á sjálfsmatið. Það getur því haft jákvæð áhrif að bera sig saman við einhvern sem líkist manni. Stelpur sem eru ekki grannar ættu til að mynda frekar að skoða myndir af flottum konur sem eru ekki grannar og bera sig saman við þær í stað þess að bera sig saman við grannar fyrirsætur. Auðvitað væri bara lang best að stelpur væru ekki að bera sig saman við aðra. En…. við gerum það.. og því mun betra að bera okkur saman við eitthvað sem líkist okkur.

Stúkur sem eiga það til að bera sig saman við fyrirsætur hafa talað um jákvæð áhrif þess að vinna eftirfarandi æfingu:

1. Skrifaðu niður hvað það er við útlit þitt sem þér líkar ekki við

2. „Googlaðu“ eða skoðaðu tímarit og blöð með það að markmiði að finna konur með þá eiginleika sem þú nefndir hér að ofan. Til dæmis, ef þú nefnir að þér líkar ekki við að vera lágvaxin/dökkhærð/þybbin, þá leitar þú að konum sem þér líkar við sem eru lágvaxnar/dökkhærðar/þybbnar.

3. Klipptu út myndir af konunum og útbúðu möppu með flottum fyrirmyndum sem líkjast þér – skoðaðu möppuna reglulega. Best er þó ef stúlkurnar finna fyrirmyndir sem þær geta litið upp til vegna annarra þátta en útlitsþátta. Til dæmis hafa myndir af Vigdísi Finnbogadóttur, Oprah Winfrey og íþróttakonum oft ratað í möppur stúlknanna.

Spegill spegill………..

Æfing sem kallast mirror exposure (speglaæfing) er ein af þeim aðferðum sem hægt er að nota þegar unnið er að bættri líkamsmynd. Rannsóknir hafa sýnt að aðferðin getur bætt líkamsmynd eða sátt við eigin líkama.

Speglaæfingin felst í því að einstaklingur stendur fyrir framan spegil (eins léttklæddur og staður og stund leyfir). Viðkomandi reynir að einblína á einn ákveðinn líkamspart í jafn langa stund í senn t.d:

  • hár
  • húð
  • augu
  • nef
  • varir
  • tennur
  • haka
  • háls
  • axlir
  • handleggir
  • bringa
  • brjóst
  • mitti
  • magi
  • rass
  • læri
  • mjaðmir
  • hné
  • kálfar
  • öklar
  • fætur
  • tær

Ein leið til að framkvæma æfinguna er að nefna ákveðinn fjölda atriða (t.d. þrjú atriði) sem eru jákvæðir um líkamspartinn. T.d. „ég er með sterka handleggi“. Einnig er hægt að nefna jákvæða þætti um líkamspartinn sem tengjast því sem líkamsparturinn gerir. T.d. „þegar ég nota hendur mínar þá get ég prjónað fallega peysu“ eða „ég get gert armbeygjur“ ……

Önnur leið til að framkvæma æfinguna er að nota hlutlausar lýsingar. Það að nefna jákvæða eiginleika getur reynst sumum erfitt. Það getur því verið ráðlegt að taka smærri skref í einu og byrja á því að nefna einungis hlutlausa eiginleika um líkamspartinn. Að nefna hlutlausa eiginleika væri svipað því að lýsa útliti fyrir teiknara sem er að teikna mynd af manni en sér ekki fyrirmyndina.

Speglaæfingin myndar svo kallað hugrænt misræmi hjá þeim sem eru ósáttir við eigin líkama. Hugrænt misræmi felur það í sér að ósamræmanlegar hugsanir skapa óþægindi og streitu. Streitan ýtir undir það að fólk breytir hugsunum eða skoðunum sínum til að auka samræmi milli hugsana og minnka óþægindin. Það að tala fallega um þá líkamsparta sem viðkomandi líkar ekki við getur því með tímanum breytt skoðun hans á líkamspörtunum.

Elva Björk Ágústsdóttir

Fleiri verkefni sem styrkja líkamsmynd

Í bókinni Healthy Body Image: Teaching kids to eat and love their bodies too! eftir Kathy Kater má finna mörg skemmtileg verkefni sem styrkja líkamsmynd. Eitt verkefnanna felur í sér skemmtilega æfingu með spilastokk.

Markmiðið með verkefninu er að börn og unglingar átti sig á fjölbreyttum eiginleikum sínum og leggi minni áherslu á þátt útlits í sjálfsmynd þeirra. Spilastokkurinn

Verkefni sem styrkja líkamsmynd

Kathy Kater er félagsráðgjafi sem hefur sérhæft sig í líkamsmynd, átröskunum og heilsu í 30 ár.

Hún telur upp 10 atriði sem mikilvægt er að hafa í huga þegar kemur að því að styrkja líkamsmyndina. Hún nefnir að nauðsynlegt sé að átta sig á þeim þáttum sem við höfum litla sem enga stjórn á . Hafa þarf þá í huga þátt gena í líkamsvexti og hve erfitt er að plata hungrið. Hún talar síðan um að mun betra sé að leggja áherslu á þætti sem við getum stjórnað að einhverju leyti eins og hreyfingu.

Hvet alla til að skoða punktana frá Kathy:  Ten tips (1)

Líkamsmynd – Gott að hafa í huga

Margir upplifa mikla óánægju með líkamsvöxt eða útlit sitt. Tíðni slæmrar líkamsmyndar er mjög há, sérstaklega meðal stúlkna. Slæm líkamsmynd getur haft mikil áhrif á daglegt líf. Til að mynda getur slæm líkamsmynd haft þau áhrif að við forðumst að taka þátt í félagslífi vegna óánægju með útlit. Slæm líkamsmynd getur einnig valdið vanlíðan, ýtt undir megrun, ofát og átraskanir. Það er því mikilvægt að stuðla að bættri líkamsmynd barna og unglinga. Til eru erlendar bækur sem stuðla að bættri líkamsmynd. Okkur langar að hvetja ykkur til að skoða bækur eins og:

Health at every size: The surprising truth about your weight, eftir Lindu Bacon (http://www.lindabacon.org/)

Healthy body image: Teaching kids to eat and love their bodies too, eftir Kathy Kater (http://www.bodyimagehealth.org/)

Í bók Kathy Kater kemur fram að mikilvægt sé að leggja áherslu á heilbrigt líferni og vellíðan í stað líkamsvaxtar og þyngdar. Í meðfylgjandi skjali má finna nokkra punkta sem Kathy Kater telur mikilvægt að þekkja og fræða börn og unglinga um. Einnig má finna sömu upplýsingar á ensku.

Punktar frá Kathy Kater

Real Kids, shifting the weight paradigm