Greinasafn fyrir merki: ADHD

ADHD og sjálfsmynd

jumping-silhouettes-wallpapers_12598_1600x1200

Góð sjálfsmynd er mikilvæg. Börn með góða sjálfsmynd hafa góða sýn á styrkleikum sínum og geta unnið að því að bæta færni sína á hinum ýmsum sviðum.

Athyglisbrestur með ofvirkni eða ADHD hefur oft verið tengt við slæma sjálfsmynd. Börn með ADHD geta til dæmis átt í erfiðleikum með félagsleg samskipti og upplifa mörg hver ósigra á mismunandi vígstöðum, sem getur haft áhrif á þróun sjálfsmyndarinnar.

Fræðimenn eru þó ekki sammála um tengsl ADHD og sjálfsmyndar. Niðurstöður rannsókna sýna að börn með ADHD eru jafnvel með mjög góða sjálfsmynd og að þau eigi það jafnvel til að ofmeta færni sína. Rannsóknir á drengjum með ADHD hafa til að mynda sýnt að þeir ofmeta færni sína í námi,hegðun og félagslegum samskiptum. Þetta á þó ekki við um alla drengi með ADHD. Drengir sem sýna einkenni ofvirknis og hvatvísi meta færni sína oft betur en drengir sem sýna einkenni athyglisbrests. Drengir sem greinast með aðrar raskanir með ADHD eða finna fyrir þunglyndi og kvíða virðast hafa verri sjálfsmynd en drengir án þeirra einkenna.

Rétt er að börn með ADHD lenda stundum á vegg, upplifa ósigra, finna sig ekki í félagslegum samskiptum og ná oft ekki því sem fram fer í kennslustund eða í samtölum við aðra. Mikilvægi góðrar sjálfsmyndar er því augljós til að auka líkur á því að barnið gefist ekki upp, setji sér markmið og vinni markvisst að því að ná þeim. Bent hefur verið á að góð sjálfsmynd barna með ADHD geti því verið eins konar vörn, þar sem börnin upplifa oft fleiri ósigra en önnur börn.

Heimildir:

Diener, M. B., & Milich, R. (1997). Effects of positive feedback on the social interactions of boys with attention deficit hyperactivity disorder: A test of the self-protective hypothesis. Journal of Clinical Child Psychology, 26, 256-265.

Owens, J.S.og Hoza,B. (2003). The role of inattention and hyperactivity/impulsivity in the positive illusory bias. Journal of Consulting and Clinical Psychology, 71(4), 680-691.

Elva Björk Ágústsdóttir, Námsráðgjafi, (MS í sálfræði)

Jákvætt sjálfstal

Að tala fallega um sjálfan sig, hvort sem það er upphátt eða við aðra, getur haft jákvæð áhrif. Margir eiga það til að efast um eigin getu og gagnrýna það sem þeir gera og geta. Það getur haft neikvæð áhrif á sjálfstraust. Með því að æfa sig í jákvæðu sjálfstali má koma í veg fyrir þetta.

Hér má finna einfalt verkefni fyrir börn þar sem þau kortleggja styrkleika sína, breyta neikvæðu sjálfstali í jákvætt og auka færni sína í að leysa ágreining og komast að farsælli niðurstöðu.

Jákvætt sjálfstal

Elva Björk Ágústsdóttir

Fleiri verkefni um fyrirmyndir

Verkefnið sem birtist hér er ætlað yngri börnum en það verkefni sem fjallað var um í síðasta pistli.

Markmiðið með verkefninu er að skoða fyrirmyndir barnsins. Kanna í sameiningu hvaða góðu eiginleika fyrirmyndin hefur og hvort barnið hafi sömu góðu eiginleika. Gott er að biðja barnið um að koma með dæmi er tengjast þeim eiginleikum sem talað er um. Verkefnið hefur reynst vel í vinnu með drengjum og stúlkum og börnum með ADHD.

Fyrirmyndir

 

Verkefni sem styrkja sjálfsmynd

Í vinnu með börnum og unglingum skiptir máli að mynda gott ráðgjafasamband. Gagnkvæm virðing og traust eru nauðsynlegir þættir í góðu meðferðarstarfi. Það er því mikilvægt að gefa sér góðan tíma til að kynnast og byggja upp gott ráðgjafasamband. Í vinnu með ungum skjólstæðingum getur skemmtileg verkefnavinna bæði gert tímann skemmtilegri og gefið skýrari mynd af stöðu barnsins. Hér birtast verkefni sem gott er að nýta í upphafi ráðgjafavinnunnar.

Þetta er ég

Hver er ég?- fjölskyldan

Vinahringur

Söguverkefni

Fjölskyldan mín

Kynning á mér