Greinasafn fyrir merki: forvarnir gegn einelti

Að nota grín gegn stríðni

laughing-clipart

Í starfi mínu sem námsráðgjafi í grunnskóla hef ég fengið inn á borð til mín ýmiskonar samskiptamál. Hvernig skuli bregðast við stríðni eða neikvæðum athugasemdum annarra er algeng fyrirspurn og er reynslan mín sú að oft getur verið ansi gagnlegt að nota kímnigáfu.

Ég tek það fram að nauðsynlegt er að vinna með öllum sem  koma að málinu, þeim sem eru að stríða öðrum, þeim sem verða fyrir stríðninni, jafnvel stærri hópi og foreldrum.

En þeir nemendur sem náðu að temja sér ákveðið fyndið viðhorf gegn stríðninni virtust vegna betur en þeir sem svöruðu mjög neikvætt eða jafnvel svöruðu með hnefanum.

Hér má finna skemmtilegt verkefni til að vinna með nemendum þar sem nemendur æfa sig í skemmtilegum og fyndnum athugasemdum og læra að greina á milli slíkra viðbragða og neikvæðra viðbragða:

Að nota grín gegn stríðni

Elva Björk Ágústsdóttir (Námsráðgjafi og sálfræðikennari)

Vinaáætlun

Vinaáætlun er verkefni sem hefur það markmið að efla jákvæða eiginleika barna og unglinga t.d. í samskiptum við fólk. Verkefnið byggir á því að barnið setji sér markmið í þrepum, finni leiðir til að ná markmiðum sínum, vinnur með það sem gæti haft neikvæð áhrif á framför og að lokum metur barnið árangurinn.

myndir

Þetta verkefni hefur virkað einstaklega vel í ráðgjöf með börnum og unglingum sem eru að vinna í því að bæta eða efla félagsfærni sína. Viðkomandi vinnur markvisst með eiginleika sem gott væri að bæta eins og skap, reiði, fýlu eða annað. Við hvetjum ykkur eindregið til að skoða verkefnið.

Vinaáætlun

Elva Björk Ágústsdóttir

Vinadagur

Vinadagur er skemmtilegt verkefni sem hægt er að vinna með heilum bekk, í minni hópi eða í einstaklingsráðgjöf. Markmiðið með verkefninu er að nemendur átti sig á hvað gerir góðan dag með vinum  að góðum degi. Einnig að nemendur átti sig á hvaða hegðun þeir þurfa að sýna og hvað þeir geta gert til að gera daginn að góðum degi.

vinir

Lýsing: Leiðbeinandi útskýrir verkefnið fyrir nemendum með því að biðja þá að sjá fyrir sér fullkominn dag með vinum. Dagurinn er á enda og þið hafið átt rosalega góðan dag með vinum ykkar þar sem þið brölluðu margt skemmtilegt saman.

Verkefnalýsing: Skrifaðu í niður hvað þið gerðuð saman. Hvað þú gerðir sem gerði daginn svona rosalega skemmtilegan. Hvernig komstu fram við vini þína þennan dag? Hvernig hegðaðir þú þér (varstu rólegur, spenntur, brosandi, tillitsamur, hress…)? Hvernig leið þér?  Hvernig líður þér núna?

Skoðið viðhengið til að sjá dæmi um verkefni:

 Vinadagur

Vinatré

Vinatré er skemmtilegt verkefni sem hægt er að vinna með nemendum í grunnskóla. Markmiðið með verkefninu er að nemendur átti sig á hvaða eiginleika góðir vinir hafa að bera og hvaða góðu eiginleika þeir sjálfir hafa.

Nemendur vinna með vina eiginleika og setja sér markmið. Undir lok verkefnisins skrá þeir ákveðinn eiginleika á laufblað og taka þátt í gerð vinatrés sem fleiri nemendur skólans koma að.

Vinatré

Hér má sjá vinatré sem unnið var  í Hofsstaðaskóla af nemendum í 2. – 7. bekk. Vinatré

Elva Björk Ágústsdóttir (Námsráðgjafi og kennari)

Forvarnir gegn einelti

Við hjá sjálfsmyndarsíðunni höfum ákveðið að bæta við inn á síðuna efni sem tengist einelti, svo sem verkefni, fræðslu, aðferðir í forvörnum og fleira sem við kemur einelti.

Einelti hefur mikil áhrif á líðan og sjálfsmynd fólks og því nauðsynlegt að grípa inn í málin sem allra fyrst. Mikilvægt er að styrkja bæði þolendur og gerendur og vinna með samskipti, líðan, sjálfsmynd og hegðun.

428A_Vinatta

Aðstandendur sjálfsmyndarsíðunnar hafa unnið með börnum í nokkur ár, hvort sem er innan skólakerfisins eða utan, og hafa því mikla reynslu af eineltismálum.

Ef þið lesendur góðir lumið á áhugaverðum verkefnum, bókum, fræðiritum, leikjum eða öðru sem við kemur málefninu, þá hikið ekki við að hafa samband með því að senda okkur tölvupóst á elvabjork@sjalfsmynd.com

Elva Björk Ágústsdóttir