Að tala fallega um sjálfan sig, hvort sem það er upphátt eða við aðra, getur haft jákvæð áhrif. Margir eiga það til að efast um eigin getu og gagnrýna það sem þeir gera og geta. Það getur haft neikvæð áhrif á sjálfstraust. Með því að æfa sig í jákvæðu sjálfstali má koma í veg fyrir þetta.
Hér má finna einfalt verkefni fyrir börn þar sem þau kortleggja styrkleika sína, breyta neikvæðu sjálfstali í jákvætt og auka færni sína í að leysa ágreining og komast að farsælli niðurstöðu.
Elva Björk Ágústsdóttir