Greinasafn fyrir merki: Leiðbeinendanámskeið

Sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir stúlkur og leiðbeinendanámskeið á Selfossi

Við viljum vekja athygli á því að þann 24. mars hefst námskeið fyrir stúlkur sem nefnist Fjársjóðsleitin. 

Image

Fjársjóðsleitin er sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stúlkur þar sem þær leita að sínum innri fjársjóði og styrkleikum. Námskeiðinu er ætlað að styrkja sjálfsmynd barna og bæta líðan þeirra og velferð.

Markmið námskeiðsins: Að styrkja sjálfsmynd og sjálfstraust stúlkna sem gætu notið góðs af því að finna sína eigin styrkleika með skemmtilegum leikjum og verkefnum. Verkefnin byggja á aðferðum úr hugrænni atferlisfræði til að mynda úr verkefnabók eftir Melanie Fennell sem nefnast Overcoming low self-esteem (Melanie Fennell, 2006) og hugrænni atferlismeðferðar verkefnabók ætluð börnum eftir Dr. Gary O‘Reilly.

Námskeiðið skiptist í fjóra tíma þar sem stúlkurnar hittast og hafa gaman saman. Farið er í leiki og verkefni unnin sem styrkja sjálfsmyndina.

Þema námskeiðsins er sjóræningjaþema þar sem stúlkurnar eru í fjársjóðsleit. Fjársjóðsleitin táknar leit þeirra að eigin styrkleikum. Námskeiðið hentar einstaklega vel stúlkum á aldrinum 8-10 ára.

Námskeiðstími:  Mánudaga kl. 16:00 – 17:00

Sjá nánar hér:http://klifid.is/index.php?option=com_zoo&task=item&item_id=315&Itemid=146

Einnig viljum við vekja athygli á leiðbeinendanámskeiði fyrir fagfólk sem vinnur með börnum, sem haldið verður á Selfossi þann 8. apríl. Sjá nánar hér: http://klifid.is/index.php?option=com_zoo&task=item&item_id=316&Itemid=159

Leiðbeinendanámskeið – Fjársjóðsleitin

Í mars verður boðið upp á leiðbeinendanámskeið  (til að kynnast Fjársjóðsleitinni – sjálfsstyrkingarnámskeiði fyrir börn) fyrir fagfólk sem starfar með börnum.

Námskeiðið er smiðja fyrir námsráðgjafa, kennara, þroskaþjálfa skólasálfræðinga og hjúkrunarfræðinga. Í smiðjunni  er fagfólk sem vinnur með 300-fjarsjodsleit_617a835c229addb2ea669df37df22e26börnum leitt í gegnum sjálfstyrkingarnámskeiðið Fjársjóðsleitina. Þátttakendur fá í hendurnar nýútkomna handbók og námskeið um notkun hennar.

Um er að ræða samtal höfundar og ráðleggingar, þar sem Elva Björk, miðlar af reynslu sinni og leiðum til vinna með hugræna atferlismeðferð á árangursríkan hátt með börnum.

Um Fjársjóðsleitina:

Fjársjóðsleitin er sjálfstyrkingarnámskeið fyrir drengi þar sem þeir leita að sínum innri fjársjóði og styrkleikum. Námskeiðinu er ætlað að styrkja sjálfsmynd barna og bæta líðan þeirra og velferð.

Frekari upplýsingar og skráning hér:

http://klifid.is/index.php?option=com_zoo&task=item&item_id=309&category_id=2&Itemid=147