Greinasafn fyrir merki: námskeið

Body Project – Leiðbeinendanámskeið

barbí

Okkur langar að vekja athygli ykkar á Body Project leiðbeinendanámskeiði sem haldið verður þann 14. ágúst næstkomandi. Námskeiðið er fyrir kennara, námsráðgjafa, skólasálfræðinga, skólahjúkrunarfræðinga og annað fagfólk skóla og félagsmiðstöðva til þess að kenna líkamsmyndarnámskeiðið Body Project. Námskeiðið er ætlað fyrir unglingsstúlkur og byggir á því að efla gagnrýna hugsun gagnvart áreitum í samfélaginu sem hafa neikvæð áhrif á líkamsmynd þeirra. Námskeiðið er vel rannsakað og hefur borið góðan árangur við að bæta líkamsmynd og líðan stúlkna og draga úr hættu á átröskunum.

Í viðhenginu má finna frekari upplýsingar og hvetjum við áhugasama eindregið til að skrá sig á námskeiðið.
Body Project auglysing leidbeinendanamskeid_agust2013 (1)

Fjársjóðsleitin – SJÁLFSTYRKINGARNÁMSKEIÐ FYRIR DRENGI

Fjársjóðsleitin er sjálfstyrkingarnámskeið fyrir drengi þar sem þeir leita að sínum innri fjársjóði og styrkleikum. Námskeiðinu er ætlað að styrkja sjálfsmynd barna og bæta líðan þeirra og velferð.

Markmið námskeiðsins: Að styrkja sjálfsmynd drengja sem gætu notið góðs af því að finna sína eigin styrkleika.

Námskeiðið skiptist í fjóra tíma þar sem strákarnir hittast og hafa gaman saman. Farið er í leiki og verkefni unnin sem styrkja sjálfsmyndina.JAKE]

Þema námskeiðsins er sjóræningjaþema þar sem strákarnir eru í fjársjóðsleit. Fjársjóðsleitin táknar leit þeirra að eigin styrkleikum. Undir lok námskeiðisins er markmiðið að bjóða foreldum að koma og sjá afraksturinn. Námskeiðið byggir á aðferðum úr hugrænni atferlisfræði.

V132801 miðvikudaga kl. 16:00 – 17:00 – FULLT
V132802 miðvikudaga kl. 17:15 – 18:15 – LAUS PLÁSS

Skráning hér: http://klifid.is/index.php?option=com_zoo&task=item&item_id=219&Itemid=146