Greinasafn fyrir merki: nemendur

Vinaáætlun

Vinaáætlun er verkefni sem hefur það markmið að efla jákvæða eiginleika barna og unglinga t.d. í samskiptum við fólk. Verkefnið byggir á því að barnið setji sér markmið í þrepum, finni leiðir til að ná markmiðum sínum, vinnur með það sem gæti haft neikvæð áhrif á framför og að lokum metur barnið árangurinn.

myndir

Þetta verkefni hefur virkað einstaklega vel í ráðgjöf með börnum og unglingum sem eru að vinna í því að bæta eða efla félagsfærni sína. Viðkomandi vinnur markvisst með eiginleika sem gott væri að bæta eins og skap, reiði, fýlu eða annað. Við hvetjum ykkur eindregið til að skoða verkefnið.

Vinaáætlun

Elva Björk Ágústsdóttir

Áhugaverð síða-Response to Intervention

Okkur hjá sjálfsmyndarsíðunni langar að benda ykkur á áhugaverða síðu: www.interventioncentral.org –  

Image

 

Á síðunni má finna alls kyns ráð og ábendingar fyrir kennara og þá sem vinna með börnum. Margt af þessu er vel rannsakað og tengist námi, líðan og hegðun barna og unglinga og eru þetta allt liðir í því í að stuðla að bættri sjálfsmynd þeirra.

Mikil áhersla er lögð á RTI (Response to Intervention) en með RTI er lögð áhersla á forvarnir fyrr en seinna, reglubundnar og örar mælingar á árangri og vel rannsakaðar leiðir og verkefni til að ná til barna sem eiga erfitt uppdráttar í námi.