Greinasafn fyrir merki: sjálfstal

Einkaspæjarinn – Að gagnrýna neikvæðar hugsanir

Eitt einkenni slæmrar sjálfsmyndar er neikvæð hugsun um sjálfan sig eða að hafa ekki  trú á sjálfum sér. Börn með neikvæða sjálfsmynd hugsa t.d. „ég er heimkur…. ég er leiðinlegur“. Mikilvægt er að vinna með slíkar hugsanir. Ein leið til þess er að gagnrýna þær eða finna sannanir á móti hugsuninni.

Hér má finna verkefni bæði fyrir yngri og eldri krakka, sem gengur út á það að gagnrýna neikvæðar hugsanir. Fyrir yngri börnin er verkefnið sett upp sem leikur þar sem barnið er einskonar einkaspæjari í leit að sönnunum á móti því að það sé heimskt eða leiðinlegt….

Einkaspæjarinn

Þegar ég hugsa neikvætt um sjálfan mig t.d. að ég sé heimskur eða leiðinlegur, þá finnst mér gott að fara í einkaspæjaraleik.einkas

Leikurinn virkar þannig að ég þykist vera einkaspæjari í nokkra daga og finn sannanir Á MÓTI leiðinlegu hugsun minni.

Til dæmis ef ég hugsa að aðrir telja mig leiðinlegan, þá skrifa ég niður fullt af sönnunum sem ég finn sem sýna að ég sé ekki leiðinlegur t.d.

  1. Ari vinur minn hló þegar ég sagði honum brandara í hádeginu í skólanum
  2. Mamma segir að það sé gaman að vera með mér
  3. Ég var með öllum bekkjarfélögunum mínum í afmæli og við skemmtum okkur vel saman.
  4. Andrea vinkona mín spyr eftir mér næstum því daglega, hún myndi örugglega ekki gera það ef henni þætti ég leiðinlegur.
  5. Kári bekkjarbróðir minn vill hafa mig með í leiksýningunni á bekkjarskemmtuninni.

Að gagnrýna neikvæðar hugsanir

Jákvætt sjálfstal

Að tala fallega um sjálfan sig, hvort sem það er upphátt eða við aðra, getur haft jákvæð áhrif. Margir eiga það til að efast um eigin getu og gagnrýna það sem þeir gera og geta. Það getur haft neikvæð áhrif á sjálfstraust. Með því að æfa sig í jákvæðu sjálfstali má koma í veg fyrir þetta.

Hér má finna einfalt verkefni fyrir börn þar sem þau kortleggja styrkleika sína, breyta neikvæðu sjálfstali í jákvætt og auka færni sína í að leysa ágreining og komast að farsælli niðurstöðu.

Jákvætt sjálfstal

Elva Björk Ágústsdóttir