Greinasafn fyrir merki: sjálfstraust

Sjálfstyrkingarverkefni – Verkefnabók

Þann 26.júní var Alþjóðlegur dagur sjálfstrausts eða International self-esteem day (Selfday)

self esteem
Í tilefni dagsins kynntum við ýmis sjálfstyrkingarverkefni.
Verkefnin voru hagnýt og einföld og henta fólki á öllum aldri.
Hér má finna verkefnin sem kynnt voru í vikunni ásamt fleiri sjálfstyrkingarverkefnum.

Við hvetjum ykkur til að prófa!

Gangi ykkur vel!!

Sjálfstyrkingarverkefni

 

Sjálfsdagur

self esteem

Þann 26.júní er Alþjóðlegur dagur sjálfstrausts eða International self-esteem day (Selfday)
Í tilefni dagsins ætlum við að kynna ýmis sjálfstyrkingarverkefni næstu daga á Facebooksíðu okkar :  https://www.facebook.com/sjalfsmyndoglikamsmynd/
Verkefnin eru hagnýt og einföld og henta fólki á öllum aldri.
Við hvetjum ykkur til að taka þátt og gera eina sjálfstyrkingaræfingu á dag út vikuna.

Í lokin verða verkefnin öll sett saman og hægt að nálgast þau hér á rafrænu formi.

 

Fjársjóðsleitin – Leið til að bæta sjálfsmyndina og styrkja sjálfstraustið

fjarsj

 

Árið 2010 hófst verkefni ætlað drengjum á aldrinum 7-10 ára sem nefnist Fjársjóðsleitin. Markmiðið með verkefninu var að ná betur til drengja í ráðgjöf innan skólakerfisins. Reynsla margra námsráðgjafa innan veggja grunnskólanna var á þá leið að stúlkur leituðu meira í ráðgjöf en drengir og minna efni var til sem hentaði drengjum.

Hugmyndin með Fjársjóðsleitinni er að efla og bæta sjálfsmynd barna þar sem þemað er á þá leið að  börnin eru í leit að eigin styrkleikum eða fjársjóði. Börnin leika eins konar sjóræningja (góða sjóræningja að sjálfsögðu) og leita að fjársjóði bæði beint og óbeint.

Fjársjóðsleitar verkefnið stækkkaði og árið 2014 var gefin út handbók fyrir starfsfólk skóla sem hefur áhuga á að styðjast við Fjársjóðsleitina. Fjársjóðsleitin er í dag kennd sem nokkurra tíma námskeið þar sem lögð er áhersla á líðan, hegðun og sjálfsmynd. Verkefnin og hugmyndafræðin á námskeiðinu kemur úr hugrænni og atferlislegri nálgun í sálfræði/ráðgjöf. Unnið er að því að efla þekkingu barnanna á eigin sjálfsmynd og  kostum, unnið er með neikvæðar hugsanir, stigið er út fyrir þægindarammann og þjálfuð er ný hegðun með markmiðssetningu. Verkefnin koma úr ýmsum áttum og flest eru þau í anda hugrænnar atferlisfræði. Verkefni úr bókum Dr. Melanie Fennell hjá Oxford Háskóla í Bretlandi eru nýtt sem og önnur tæki og tól sem þekkt eru úr sálfræði og námsráðgjöf.

Þann 25. janúar geta fagaðilar sem hafa áhuga á að kynnast námskeiðinu tekið þátt á leiðbeinendanámskeiði Fjársjóðsleitarinnar og fengið í kjölfarið handbók fyrir fagfólk. Skráning fer fram hér: www.klifid.is

Einnig er hægt að eignast verkefnabók fyrir fagfólk og foreldra. Verkefnabókin er ætluð börnum og unglinum og byggir á Fjársjóðsleitinni. Til að eignast verkefanbókina er best að hafa samband við höfund á elvabjork@sjalfsmynd.com

Þann 17. janúar hefst næsta námskeið fyrir börn á aldrinum 7-10 ára hjá Klifinu Garðabæ. Skráning fer fram hér: www.klifid.is

 

 

Hvað gerist ef mér mistekst ekki?

?????????????Það er alltaf jafn skemmtilegt þegar fólk hittir naglann  á höfuðið með góðum ráðum, athugasemdum eða spurningum. Í pistli sem Warren Berger skrifaði fyrir Psychology today  kom hann með fimm spurningar sem vert er að spyrja sig.

Þegar kemur að sjálfsmyndinni og bættri líðan getur verið gott að spyrja sig að því hvað myndi ég reyna að gera ef ég vissi að mér gæti ekki mistekist? Þessi spurning hefur lengi verið notuð í ráðgjöf til að hjálpa fólki að komast yfir hræðslu við að gera mistök.

Með því að velta fyrir þér hvað þú myndir vilja reyna að gera eða framkvæma ef þú vissir að allt myndi ganga hnökralaust fyrir sig þá færirðu það „ómögulega“ nær því mögulega.

Hægt er að sjá mál frá nýju sjónarhorni með því að spyrja sig: Hvað gerist ef mér mistekst ekki? 

En enginn er fullkominn og öll gerum við mistök einstöku sinnum 😉 En með því að ímynda sér útkommu án mistaka færum við okkur nær því að hugsa „big and bold“

Warren Berger fjallaði einnig um val okkar eða leiðir í lífinu. Stundum stöndum við á tímamótum og þurfum að velja á milli tveggja kosta. Góð leið til að komast að niðurstöðu er að spyrja: Hvor leiðin eða möguleikinn leiddi til betri lífssögu eða reynslu að fimm árum liðnum?   “No one ever regrets taking the path that leads to a better story.”

Með von um að þessar tvær spurningar hitti naglann á höfuðið 🙂

Elva Björk Ágústsdóttir

Hvert get ég leitað?

Flest börn vita að þau geta leitað til foreldra sinna, kennara, vina eða annarra þegar þeim líður illa eða þegar þau þurfa aðstoð. Sum eiga þó erfitt með að leita til annarra. Í einhverjum tilvikum finnst þeim erfitt að biðja um aðstoð í öðrum tilvikum vita þau ekki hvern hægt er að leita til. ?????????????

Í ráðgjöf með börnum eða í spjalli heima getur verið gott að kortleggja betur leiðir barnsins til að bæta líðan sína. Það getur verið gagnlegt að skoða ólíkar aðstæður og hvetja barnið til að nefna einhvern sem það getur leitað til við mismunandi aðstæður eða aðferðir sem barnið sjálft getur nýtt sér til að leysa vandann eða bætt líðan.

Hér má finna skemmtilegt verkefnablað sem nýtist vel í spjalli með börnum:

Hvert get ég leitað

Elva Björk Ágústsdóttir (Námsráðgjafi/MS í sálfræði)

Að velja erfiðu eða einföldu leiðina?

road

Að stíga út fyrir þægindarammann eða það að velja erfiðu en um leið þroskandi leiðina í stað þeirrar öruggustu og einföldustu, getur haft jákvæð áhrif á líðan okkar og sjálfsmynd. Samkvæmt mannúðarsálfræðingnum Abraham Maslow er sjálfsbirting efsta þrepið í svokölluðum þarfapíramída. Samkvæmt kenningu Maslows er sjálfsbirting æðsta markmið fólks í lífinu. Þeir sem hafa náð sjálfsbirtingu ná ákveðinni sátt við sjálfan sig og heiminn. Maslow taldi að það sem hindraði flesta í að ná þessu ástandi væri ótti þeirra við að geta ekki það sem þá langaði mest til að stefna að. Ef hægt væri að sigrast á óttanum yrðu flestar leiðir mönnum færar. Hér má finna ágætis myndband um leiðir til að vinna að sjálfsbirtingu: http://www.youtube.com/watch?v=tvySe_GFwE4

Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stúlkur 13-16 ára

Þann 14. október hefst sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stúlkur á aldrinum 13-16 ára hjá Klifinu. Kennari námskeiðsins er Elva Björk (Námsráðgjafi/MS í sálfræði).

Markmið námskeiðsins er að styrkja sjálfsmynd og líkamsmynd unglingsstúlkna. Þátttakendur á námskeiðinu hittast þrisvar sinnum yfir eina viku. Farið er yfir fegurðarviðmið nútímans, áhrif fjölmiðla og annarra þátta á sjálfsmynd okkar og fyrirmyndir. Unnið er að því að finna styrkleika stúlknanna og að efla gagnrýna hugsun. Notaðar eru aðferðir úr hugrænni atferlisfræði þar sem þátttakendur taka mikinn þátt með verkefnum, leikjum og  vinnubók

Við hvetjum áhugasama endilega til að kynna sér námskeiðið frekar á heimasíðu klifsins: http://klifid.is/index.php?option=com_zoo&task=item&item_id=267&Itemid=146

Sigrarnir mínir (Ferilskráin)

Fyrir nokkrum árum síðan átti ég mér marga drauma, flestir tengdust fjölskyldulífinu og starfi. Ég lá oft uppi í rúmi og sá fyrir mér hvernig það yrði að ná þessum markmiðum eða að sinna hinu og þessu starfinu. Eitt af því sem ég dreymdi um að upplifa var að vinna að fræðslu og forvörnum, ég dreymdi lengi um að kenna sálfræði í framhaldsskóla, stunda heilsurækt, flytja í ákveðið hverfi í bænum og svo framvegis. Ég lá í rúminu og hugsaði lengi um hve gaman væri að upplifa þetta allt.

Í dag er ég búin að því, ég vinn að fræðslu og forvörnum, ég kenni sálfræði, ég hleyp reglulega og hef mjög gaman af og er flutt í draumahverfið. En einhvers staðar á leiðinni fóru þessir draumir að víkja fyrir öðrum nýjum draumum. Tímarnir breytast, ný reynsla eða nýjar aðstæður kalla á ný markmið. Þetta er eflaust ósköp eðlilegt og eitthvað sem flestir upplifa. Það hefur því reynst mér vel að halda vel utan um sigrana/markmiðin eða draumana sem ég hef fengið að upplifa.

Margir fræðimenn mæla með því að fólk haldi einskonar dagbók eða ferilskrá yfir sigrana sína og bæti við jafnóðum. Á listann má bæta stórum sem smáum sigrum og getur þetta reynst vel í þeirri vinnu að bæta sjálfstraustið (National Association for Self-Esteem).

Ég hvet þig til að setjast niður, rifja upp sigrana þína, stóra sem smáa og skrá niður. Við eigum það nefnilega til að gleyma því hve mikið við hlökkuðum til einhvers um leið og það er liðið t.d. hve mikill áfangi það var að klára stúdentspróf eða að syngja lag á skólaskemmtuninni. En með því að skrá sigrana reglulega niður og minna okkur á þá, þá höldum við ögn meira lífi í draumunum.

Hér er verkefni þessu tengt sem hægt er að styðjast við t.d. í ráðgjöf: Ferilskráin

Image

Hvernig eru draumarnir þínir? Hafa þeir ræst? Eða ertu komin/nn með nýja drauma þar sem aðstæður eða langanir hafa breyst?

 

Elva Björk Ágústsdóttir

Einkaspæjarinn – Að gagnrýna neikvæðar hugsanir

Eitt einkenni slæmrar sjálfsmyndar er neikvæð hugsun um sjálfan sig eða að hafa ekki  trú á sjálfum sér. Börn með neikvæða sjálfsmynd hugsa t.d. „ég er heimkur…. ég er leiðinlegur“. Mikilvægt er að vinna með slíkar hugsanir. Ein leið til þess er að gagnrýna þær eða finna sannanir á móti hugsuninni.

Hér má finna verkefni bæði fyrir yngri og eldri krakka, sem gengur út á það að gagnrýna neikvæðar hugsanir. Fyrir yngri börnin er verkefnið sett upp sem leikur þar sem barnið er einskonar einkaspæjari í leit að sönnunum á móti því að það sé heimskt eða leiðinlegt….

Einkaspæjarinn

Þegar ég hugsa neikvætt um sjálfan mig t.d. að ég sé heimskur eða leiðinlegur, þá finnst mér gott að fara í einkaspæjaraleik.einkas

Leikurinn virkar þannig að ég þykist vera einkaspæjari í nokkra daga og finn sannanir Á MÓTI leiðinlegu hugsun minni.

Til dæmis ef ég hugsa að aðrir telja mig leiðinlegan, þá skrifa ég niður fullt af sönnunum sem ég finn sem sýna að ég sé ekki leiðinlegur t.d.

  1. Ari vinur minn hló þegar ég sagði honum brandara í hádeginu í skólanum
  2. Mamma segir að það sé gaman að vera með mér
  3. Ég var með öllum bekkjarfélögunum mínum í afmæli og við skemmtum okkur vel saman.
  4. Andrea vinkona mín spyr eftir mér næstum því daglega, hún myndi örugglega ekki gera það ef henni þætti ég leiðinlegur.
  5. Kári bekkjarbróðir minn vill hafa mig með í leiksýningunni á bekkjarskemmtuninni.

Að gagnrýna neikvæðar hugsanir

Eru aðrar hliðar á málinu?

Börn sem eiga í vanda með sjálfsmynd sína eða finna fyrir vanlíðan eiga það oft til að eigna sér ýmis vandamál þ.e. telja orsök ýmissa vanda liggja hjá sér en ekki í ytri þáttum. Börnin eiga það til að festast í þröngum hugsanahætti og telja ákveðinn atburð einungis eiga eina orsök og að mati barnsins liggur orsökin hjá því sjálfu. Um er að ræða svokallaða „tunnel vision“ eða þröngt sjónarhorn þar sem aðrar mögulegar leiðir eða orsakir ýmissa vandamála eða atburða eru hunsaðar.

Ýmis verkefni geta aukið færni barna í að sjá aðrar hliðar á málum og finna að ?????????????orsakir liggja ekkert alltaf hjá þeim.

Hér má finna skemmtilegt verkefni sem nefnist Hvað er að gerast?

Hvað er að gerast?

Elva Björk Ágústsdóttir