Greinasafn fyrir merki: sjálfstyrkingarnámskeið

Fjársjóðsleitin – Leið til að bæta sjálfsmyndina og styrkja sjálfstraustið

fjarsj

 

Árið 2010 hófst verkefni ætlað drengjum á aldrinum 7-10 ára sem nefnist Fjársjóðsleitin. Markmiðið með verkefninu var að ná betur til drengja í ráðgjöf innan skólakerfisins. Reynsla margra námsráðgjafa innan veggja grunnskólanna var á þá leið að stúlkur leituðu meira í ráðgjöf en drengir og minna efni var til sem hentaði drengjum.

Hugmyndin með Fjársjóðsleitinni er að efla og bæta sjálfsmynd barna þar sem þemað er á þá leið að  börnin eru í leit að eigin styrkleikum eða fjársjóði. Börnin leika eins konar sjóræningja (góða sjóræningja að sjálfsögðu) og leita að fjársjóði bæði beint og óbeint.

Fjársjóðsleitar verkefnið stækkkaði og árið 2014 var gefin út handbók fyrir starfsfólk skóla sem hefur áhuga á að styðjast við Fjársjóðsleitina. Fjársjóðsleitin er í dag kennd sem nokkurra tíma námskeið þar sem lögð er áhersla á líðan, hegðun og sjálfsmynd. Verkefnin og hugmyndafræðin á námskeiðinu kemur úr hugrænni og atferlislegri nálgun í sálfræði/ráðgjöf. Unnið er að því að efla þekkingu barnanna á eigin sjálfsmynd og  kostum, unnið er með neikvæðar hugsanir, stigið er út fyrir þægindarammann og þjálfuð er ný hegðun með markmiðssetningu. Verkefnin koma úr ýmsum áttum og flest eru þau í anda hugrænnar atferlisfræði. Verkefni úr bókum Dr. Melanie Fennell hjá Oxford Háskóla í Bretlandi eru nýtt sem og önnur tæki og tól sem þekkt eru úr sálfræði og námsráðgjöf.

Þann 25. janúar geta fagaðilar sem hafa áhuga á að kynnast námskeiðinu tekið þátt á leiðbeinendanámskeiði Fjársjóðsleitarinnar og fengið í kjölfarið handbók fyrir fagfólk. Skráning fer fram hér: www.klifid.is

Einnig er hægt að eignast verkefnabók fyrir fagfólk og foreldra. Verkefnabókin er ætluð börnum og unglinum og byggir á Fjársjóðsleitinni. Til að eignast verkefanbókina er best að hafa samband við höfund á elvabjork@sjalfsmynd.com

Þann 17. janúar hefst næsta námskeið fyrir börn á aldrinum 7-10 ára hjá Klifinu Garðabæ. Skráning fer fram hér: www.klifid.is

 

 

Fjársjóðleitin – Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stúlkur og stráka

300-fjarsjodsleit_617a835c229addb2ea669df37df22e26

Ný námskeið hefjast 1. október

Fjársjóðsleitin er sjálfstyrkingarnámskeið fyrir krakka þar sem þátttakendur leita að sínum innri fjársjóði og styrkleikum. Námskeiðinu er ætlað að styrkja sjálfsmynd barna og bæta líðan þeirra og velferð.

Markmið námskeiðsins: Að styrkja sjálfsmynd og sjálfstraust krakka sem gætu notið góðs af því að finna sína eigin styrkleika með skemmtilegum leikjum og verkefnum. Verkefnin byggja á aðferðum úr hugrænni atferlisfræði til að mynda úr verkefnabók eftir Melanie Fennell sem nefnast Overcoming low self-esteem (Melanie Fennell, 2006) og hugrænni atferlismeðferðar verkefnabók ætluð börnum eftir Dr. Gary O‘Reilly.

Námskeiðið skiptist í fjóra tíma þar sem þátttakendur hittast og hafa gaman saman. Farið er í leiki og verkefni unnin sem styrkja sjálfsmyndina.

Þema námskeiðsins er sjóræningjaþema þar sem þátttakendur eru í fjársjóðsleit. Fjársjóðsleitin táknar leit þeirra að eigin styrkleikum. Námskeiðið hentar einstaklega vel krökkum á aldrinum 8-10 ára.

Sjá nánar hér:

Fjársjóðsleit fyrir stúlkur

Fjársjóðsleit fyrir drengi

 

Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stúlkur 13-16 ára

Þann 14. október hefst sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stúlkur á aldrinum 13-16 ára hjá Klifinu. Kennari námskeiðsins er Elva Björk (Námsráðgjafi/MS í sálfræði).

Markmið námskeiðsins er að styrkja sjálfsmynd og líkamsmynd unglingsstúlkna. Þátttakendur á námskeiðinu hittast þrisvar sinnum yfir eina viku. Farið er yfir fegurðarviðmið nútímans, áhrif fjölmiðla og annarra þátta á sjálfsmynd okkar og fyrirmyndir. Unnið er að því að finna styrkleika stúlknanna og að efla gagnrýna hugsun. Notaðar eru aðferðir úr hugrænni atferlisfræði þar sem þátttakendur taka mikinn þátt með verkefnum, leikjum og  vinnubók

Við hvetjum áhugasama endilega til að kynna sér námskeiðið frekar á heimasíðu klifsins: http://klifid.is/index.php?option=com_zoo&task=item&item_id=267&Itemid=146

Fjársjóðsleitin – SJÁLFSTYRKINGARNÁMSKEIÐ FYRIR DRENGI

Fjársjóðsleitin er sjálfstyrkingarnámskeið fyrir drengi þar sem þeir leita að sínum innri fjársjóði og styrkleikum. Námskeiðinu er ætlað að styrkja sjálfsmynd barna og bæta líðan þeirra og velferð.

Markmið námskeiðsins: Að styrkja sjálfsmynd drengja sem gætu notið góðs af því að finna sína eigin styrkleika.

Námskeiðið skiptist í fjóra tíma þar sem strákarnir hittast og hafa gaman saman. Farið er í leiki og verkefni unnin sem styrkja sjálfsmyndina.JAKE]

Þema námskeiðsins er sjóræningjaþema þar sem strákarnir eru í fjársjóðsleit. Fjársjóðsleitin táknar leit þeirra að eigin styrkleikum. Undir lok námskeiðisins er markmiðið að bjóða foreldum að koma og sjá afraksturinn. Námskeiðið byggir á aðferðum úr hugrænni atferlisfræði.

V132801 miðvikudaga kl. 16:00 – 17:00 – FULLT
V132802 miðvikudaga kl. 17:15 – 18:15 – LAUS PLÁSS

Skráning hér: http://klifid.is/index.php?option=com_zoo&task=item&item_id=219&Itemid=146

Fjársjóðsleitin – sjálfstyrkingarnámskeið fyrir drengi

Fjársjóðsleitin – sjálfstyrkingarnámskeið fyrir drengi hefst í mars á vegum Klifsins, fræðsluseturs í Garðabæ.

Fjársjóðsleitin er sjálfstyrkingarnámskeið fyrir drengi þar sem þeir leita að sínum innri fjársjóði og styrkleikum. Námskeiðinu er ætlað að styrkja sjálfsmynd barna og bæta líðan þeirra og velferð.

Markmið námskeiðsins: Að styrkja sjálfsmynd drengja sem gætu notið góðs af því að finna sína eigin styrkleika.

Námskeiðið skiptist í fjóra tíma þar sem strákarnir hittast og hafa gaman saman. Farið er í leiki og verkefni unnin sem styrkja sjálfsmyndina.

Þema námskeiðsins er sjóræningjaþema þar sem strákarnir eru í fjársjóðsleit. Fjársjóðsleitin táknar leit þeirra að eigin styrkleikum. Undir lok námskeiðisins er markmiðið að bjóða foreldum að koma og sjá afraksturinn.  Námskeiðið byggir á aðferðum úr hugrænni atferlisfræði.

Nánar hér:

http://klifid.is/index.php?option=com_zoo&task=item&item_id=219&Itemid=146