Greinasafn fyrir merki: verkefni

Sjálfstyrkingarverkefni – Verkefnabók

Þann 26.júní var Alþjóðlegur dagur sjálfstrausts eða International self-esteem day (Selfday)

self esteem
Í tilefni dagsins kynntum við ýmis sjálfstyrkingarverkefni.
Verkefnin voru hagnýt og einföld og henta fólki á öllum aldri.
Hér má finna verkefnin sem kynnt voru í vikunni ásamt fleiri sjálfstyrkingarverkefnum.

Við hvetjum ykkur til að prófa!

Gangi ykkur vel!!

Sjálfstyrkingarverkefni

 

How to make and keep friends

Við hjá sjálfsmyndarsíðunni getum ekki annað en mælt með bókinni How to make and keep friends: Tips for kids to overcome 50 common social challenges. 

Mynd - sjálfsmynd

Höfundar bókarinnar eru þær Donna Shea og Nadine Briggs sem hafa í mörg ár unnið með börnum sem geta notið góðs af aukinni færni í félagslegum samskiptum.

Í bókinni má finna hagnýt ráð fyrir krakka sem tengjast t.d því að eignast nýja vini, hvatvísi, hópavinnu, einelti, reiði og fleira.

Skemmtilegt lego verkefni sem þjálfar athygli og hlustun

Á vefsíðunni stories and children má finna mörg áhugaverð verkefni fyrir börn, þar á meðal þetta einfalda lego verkefni sem þjálfar bæði athygli og hlustun.

legogame1

Markmiðið með verkefninu er að ná að raða legokubbum á sama veg og annar þátttakandi, án þess að fá að sjá hvernig sá aðili raðaði sínum kubbum. Einungis má treysta á munnleg fyrirmæli frá þeim sem er að raða kubbunum sínum.

Gott er að nota seríos eða kornflex pakka til að mynda vegg á milli þátttakenda. Mikilvægt er að báðir þátttakendur fái eins kubba og jafn marga og annar aðilinn byrjar á því að stjórna leiknum með því að lýsa fyrir hinum hvernig hann raðar kubbum sínum t.d með fyrirmælum eins og „settu hvíta stóra kubbinn í efra hægra hornið“. Þegar þátttakendur hafa raðað öllum kubbunum má færa „vegginn“ frá og bera  verkin saman. Svo skipta þátttakendur um hlutverk og næsti verður stjórnandi.

legogame2legogame3

 

Verkefnið lítur út fyrir að vera mjög einfalt en getur verið ansi flókið. Verkefnið þjálfar vel hlustun og einbeitingu þátttakenda sem og færni stjórnandans í að koma frá sér skilaboðum á einfaldan og skýran máta.

Sjálfsábyrgð

1947843_626016364151025_1687281632_n

Eitt af því sem einkennir fólk sem er hamingjusamt og með góða sjálfsmynd er sjálfsábyrgð. Það tekur ábyrgð á eigin líðan og vellíðan, það tekur af skarið, framkvæmir hluti og tekur ábyrgð á gerðum sínum. Þessir einstaklingar bíða ekki endalaust eftir því að aðrir komi og breyti lífi þeirra. Ef þeir gera mistök þá festast þeir ekki í ásökunum heldur velta freka fyrir sér mögulegum lausnum eða breytingum.

Börn með slæma sjálfsmynd eiga það til að kenna öðrum um mistök sín og eiga þá erfitt með að líta í eigin barm og leita lausna. Hið andstæða er þó einnig algengt, að telja sig bera ábyrgð á of mörgum atriðum, eins og líðan annarra.

Mikilvægt er að vinna að raunhæfu sjónarmiði þar sem börnin læra að þekkja hverju þau geta haft stjórn á og hverju ekki. Ef barn á það til að taka líðan annarra inn á sig og telja sig bera ábyrgð á flestu sem gerist í lífi þess er mikilvægt að efla sjálfsvitund barnsins eða þekkingu á getu þess og hæfni. Ef María telur til dæmis rigninguna sem fellur á gesti í afmælisveislu hennar vera henni sjálfri að kenna er mikilvægt að vinna með þá miklu ábyrgð sem hún telur hvíla á herðum sínum.

Á hinn bóginn eiga sum börn erfiðara með að bera ábyrgð á hlutum og venja sig á að kenna öðrum um ófarir sínar. Þetta gerir þeim erfiðara fyrir þegar kemur að því að bæta stöðuna, þar sem í þeirra huga er ábyrgðin ávallt annarra. Ef María mætir oft seint í tíma fær hún áminningu frá kennara sínum. María er orðin pirruð og fúl út í kennara sinn og viðhorf hennar til skólans versnar. Með því að taka ekki ábyrgð á eigin hegðun heldur yfirfæra hana á kennarann sinn batnar staðan ekki. María mætir áfram seint, fær reglulega áminningu frá kennaranum og líðan í skólanum versnar.

Það getur haft jákvæð áhrif á sjálfsmynd og líðan barns að þurfa að bera ábyrgð á hlutum sem eru raunhæf og viðeigandi fyrir aldur og getu barnsins. Það að setja sér markmið og leggja eitthvað af mörkum til að ná markmiðunum getur bætt líðan. Það getur því hjálpað börnum að æfa sig í að bera ábyrgð á verkefnum sem hentar aldri. Bæði getur það aðstoðað börn sem eiga það til að telja sig bera ábyrgð á öllum  heimsins vandamálum, að sjá að sumu geta þau stjórnað og öðru ekki, sem og getur aukin ábyrgðartilfinning hjálpað börnum sem eiga það til að kenna öðrum um ófarir sínar í stað þess að líta í eigin barm og leita lausna.

Elva Björk Ágústsdóttir Námsráðgjafi og sálfræðikennari

Hvert get ég leitað?

Flest börn vita að þau geta leitað til foreldra sinna, kennara, vina eða annarra þegar þeim líður illa eða þegar þau þurfa aðstoð. Sum eiga þó erfitt með að leita til annarra. Í einhverjum tilvikum finnst þeim erfitt að biðja um aðstoð í öðrum tilvikum vita þau ekki hvern hægt er að leita til. ?????????????

Í ráðgjöf með börnum eða í spjalli heima getur verið gott að kortleggja betur leiðir barnsins til að bæta líðan sína. Það getur verið gagnlegt að skoða ólíkar aðstæður og hvetja barnið til að nefna einhvern sem það getur leitað til við mismunandi aðstæður eða aðferðir sem barnið sjálft getur nýtt sér til að leysa vandann eða bætt líðan.

Hér má finna skemmtilegt verkefnablað sem nýtist vel í spjalli með börnum:

Hvert get ég leitað

Elva Björk Ágústsdóttir (Námsráðgjafi/MS í sálfræði)

Vinaáætlun

Vinaáætlun er verkefni sem hefur það markmið að efla jákvæða eiginleika barna og unglinga t.d. í samskiptum við fólk. Verkefnið byggir á því að barnið setji sér markmið í þrepum, finni leiðir til að ná markmiðum sínum, vinnur með það sem gæti haft neikvæð áhrif á framför og að lokum metur barnið árangurinn.

myndir

Þetta verkefni hefur virkað einstaklega vel í ráðgjöf með börnum og unglingum sem eru að vinna í því að bæta eða efla félagsfærni sína. Viðkomandi vinnur markvisst með eiginleika sem gott væri að bæta eins og skap, reiði, fýlu eða annað. Við hvetjum ykkur eindregið til að skoða verkefnið.

Vinaáætlun

Elva Björk Ágústsdóttir

Vinadagur

Vinadagur er skemmtilegt verkefni sem hægt er að vinna með heilum bekk, í minni hópi eða í einstaklingsráðgjöf. Markmiðið með verkefninu er að nemendur átti sig á hvað gerir góðan dag með vinum  að góðum degi. Einnig að nemendur átti sig á hvaða hegðun þeir þurfa að sýna og hvað þeir geta gert til að gera daginn að góðum degi.

vinir

Lýsing: Leiðbeinandi útskýrir verkefnið fyrir nemendum með því að biðja þá að sjá fyrir sér fullkominn dag með vinum. Dagurinn er á enda og þið hafið átt rosalega góðan dag með vinum ykkar þar sem þið brölluðu margt skemmtilegt saman.

Verkefnalýsing: Skrifaðu í niður hvað þið gerðuð saman. Hvað þú gerðir sem gerði daginn svona rosalega skemmtilegan. Hvernig komstu fram við vini þína þennan dag? Hvernig hegðaðir þú þér (varstu rólegur, spenntur, brosandi, tillitsamur, hress…)? Hvernig leið þér?  Hvernig líður þér núna?

Skoðið viðhengið til að sjá dæmi um verkefni:

 Vinadagur