Mánudaginn 13. ágúst höldum við námskeið um sjálfsmynd og líkamsmynd í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands.
Á námskeiðinu verður fjallað um sjálfsmynd og líkamsmynd barna og unglinga. Farið verður í þá þætti sem móta sjálfsmyndina, þær breytingar sem verða á unglingsárum og þann kynjamun sem finna má á sjálfsmynd og líkamsmynd unglinga. Unnin verða hagnýt verkefni sem hægt er að nýta í starfi með börnum og unglingum eða í uppeldi.
Góð sjálfs- og líkamsmynd hefur jákvæð áhrif á líðan og hegðun barna og unglinga. Rannsóknir sýna að góð sjálfsmynd getur verið verndandi þáttur í þroska barna og minnkað líkur á þróun ýmissa geðraskana, vandamála eins og námsvanda og annarra neikvæðra þátta.
Á námskeiðinu verður fjallað um sjálfs- og líkamsmynd, sjálfstraust, breytingar á unglingsárum, þætti sem hafa áhrif á líðan og þann mun sem finna má á líðan og sjálfsmynd stúlkna og drengja.
Á námskeiðinu verða ýmiskonar verkefni kynnt sem nýta má í starfi sem og í uppeldi. Verkefnin byggja á sálfræðikenningum og benda rannsóknir til þess að verkefnin geti stuðlað að jákvæðri og betri sjálfs- og líkamsmynd.
Á námskeiðinu er fjallað um:
• Sjálfsmynd og líkamsmynd.
• Þætti sem hafa áhrif á þróun sjálfs- og líkamsmyndar, kynjamun og breytingar.
• Verkefni og verkfæri til að bæta líðan barna og unglinga.
Ávinningur þinn:
• Aukin þekking á sjálfsmynd og líkamsmynd barna og unglinga.
• Aukinn skilningur á þeim þáttum sem hafa áhrif á líðan barna.
• Að þekkja leiðir til að efla sjálfstraust.
• Að þekkja leiðir og verkefni til að bæta sjálfsmynd og líkamsmynd.
• Fá tæki og tól til að nýta í starfi með börnum og unglingum eða í uppeldi.
Fyrir hverja:
Námskeiðið hentar öllum þeim sem starfa með börnum og unglingum, t.d. kennurum, námsráðgjöfum, skólasálfræðingum, þroskaþjálfurum, tómstundafræðingum og skólahjúkrunarfræðingum. Námskeiðið hentar einnig foreldrum barna og unglinga.
Nánari upplýsingar: http://www.endurmenntun.is/namskeid/stakt-namskeid?courseID=172H18&n=sjalfsmynd-og-likamsmynd-barna-og-unglinga-hagnyt-verkefni-og-leidir-til-ad-baeta-sjalfsmynd-og-lidan&fl=uppeldi-og-kennsla