Greinasafn fyrir merki: Verkefni í ráðgjöf

Eru aðrar hliðar á málinu?

Börn sem eiga í vanda með sjálfsmynd sína eða finna fyrir vanlíðan eiga það oft til að eigna sér ýmis vandamál þ.e. telja orsök vandamála liggja hjá sér en ekki í ytri þáttum. Börnin eiga það til að festast í þröngum hugsanahætti og telja ákveðinn atburð einungis eiga eina orsök og að mati barnsins liggur orasakavaldurinn hjá því sjálfu. Um er að ræða svokallaða „tunnel vision“ eða þröngt sjónarhorn þar sem aðrar mögulegar leiðir eða orsakir vandamála eða atburða eru hunsaðar.

Ýmis verkefni geta aukið færni barna í að sjá aðrar hliðar á málum og finna að orsakir liggja ekkert alltaf hjá þeim.

Fyrir barnið er gott að velta upp þeirri spurningu hvað sé raunverulega að gerast. Hvernig við útskýrum hitt og þetta getur haft áhrif á hvernig okkur líður. Þegar ég reyni til dæmis að skilja af hverju vinur minn leyfir mér ekki að vera með í fótbolta þá er gott að ég spyrji sjálfa mig að því hvað sé raunverulega að gerast? Það fer svo eftir því hvernig ég svara þessari spurningu, hvernig mér líður. Ef ég svara oftast á þá leið að vinur minn vill ekki vera með mér eða að ég sé ekki góð í fótbolta og þess vegna fæ ég ekki að vera með, þá líður mér ekki vel. Þegar mér líður ekki vel þá á ég stundum erfitt með að finna aðrar mögulegar ástæður bak við vandann. Ég gæti átt erfitt með að finna aðrar ástæður fyrir því að vinur minn leyfir mér ekki að vera með í fótbolta.

Gott getur verið að vinna verkefni þar sem börnin æfa sig í því að finna margar mögulegar orsakir á ýmsum vandamálum, því það getur hjálpað til við að bæta líðan.

Dæmi um verkefni:

Getur þú hjálpað mér að finna myndtvær eða fleiri ástæður fyrir vanda mínum?  Ég er búinn að finna mína ástæðu en vantar hjálp við að finna aðrar mögulegar ástæður.

Þetta er vandinn minn: Mér er illt í maganum og það eru skrýtin hljóð að koma frá maganum mínum. Þetta hlýtur að þýða að eitthvað slæmt er að mér.

Hverjar geta aðrar mögulegar ástæður  verið?

Barnið kemur með fleiri möguleg svör t.d.:

  • Þú ert svangur
  • Maginn er að melta matinn sem þú fékk í hádeginu

Fleiri dæmi: Tveir krakkar í bekknum eru að hvíslast á og horfa á mig. Þetta þýðir pottþétt að þau eru að tala illa um mig.

Geturðu hjálpað mér að finna aðrar mögulegar hliðar á málinu?:

  • …….
  • …….
  • ..

Hér má finna ítarlegra verkefni:Eru aðrar hliðar á málinu

Þetta skemmtilega verkefni má finna í bókinni: Therapeutic Exercises for Children: Guided Self-Discovery Using Cognitive-Behavioral Techniquies eftir Friedberg, Friedberg og Friedberg (2001).

Elva Björk Ágústsdóttir Námsráðgjafi/kennari

Verkefnablöð í ráðgjöf

 

Vicious_Flower_Formulation1x1Okkur langar að benda ykkur á gagnlegar vefsíður sem geyma verkefnablöð til að nota í ráðgjöf. Um er að ræða verkefnablöð sem byggja á hugrænni atferlisfræði, þar sem unnið er með hugsanir, tilfinningar og hegðun.

http://www.psychologytools.org/cbt.html

http://www.getselfhelp.co.uk/freedownloads2.htm