Greinasafn fyrir merki: vinátta

Vinadagur

Vinadagur er skemmtilegt verkefni sem hægt er að vinna með heilum bekk, í minni hópi eða í einstaklingsráðgjöf. Markmiðið með verkefninu er að nemendur átti sig á hvað gerir góðan dag með vinum  að góðum degi. Einnig að nemendur átti sig á hvaða hegðun þeir þurfa að sýna og hvað þeir geta gert til að gera daginn að góðum degi.

vinir

Lýsing: Leiðbeinandi útskýrir verkefnið fyrir nemendum með því að biðja þá að sjá fyrir sér fullkominn dag með vinum. Dagurinn er á enda og þið hafið átt rosalega góðan dag með vinum ykkar þar sem þið brölluðu margt skemmtilegt saman.

Verkefnalýsing: Skrifaðu í niður hvað þið gerðuð saman. Hvað þú gerðir sem gerði daginn svona rosalega skemmtilegan. Hvernig komstu fram við vini þína þennan dag? Hvernig hegðaðir þú þér (varstu rólegur, spenntur, brosandi, tillitsamur, hress…)? Hvernig leið þér?  Hvernig líður þér núna?

Skoðið viðhengið til að sjá dæmi um verkefni:

 Vinadagur

Forvarnir gegn einelti

Við hjá sjálfsmyndarsíðunni höfum ákveðið að bæta við inn á síðuna efni sem tengist einelti, svo sem verkefni, fræðslu, aðferðir í forvörnum og fleira sem við kemur einelti.

Einelti hefur mikil áhrif á líðan og sjálfsmynd fólks og því nauðsynlegt að grípa inn í málin sem allra fyrst. Mikilvægt er að styrkja bæði þolendur og gerendur og vinna með samskipti, líðan, sjálfsmynd og hegðun.

428A_Vinatta

Aðstandendur sjálfsmyndarsíðunnar hafa unnið með börnum í nokkur ár, hvort sem er innan skólakerfisins eða utan, og hafa því mikla reynslu af eineltismálum.

Ef þið lesendur góðir lumið á áhugaverðum verkefnum, bókum, fræðiritum, leikjum eða öðru sem við kemur málefninu, þá hikið ekki við að hafa samband með því að senda okkur tölvupóst á elvabjork@sjalfsmynd.com

Elva Björk Ágústsdóttir

Fögnum fjölbreytileikanum – frábært framtak hjá íslenska kvennalandsliðinu

Okkur langar að benda ykkur á þetta frábæra framtak hjá stelpunum í landsliðinu í fótbolta.

Þær vilja vekja athygli á einelti og mikilvægi þess fagna fjölbreytileikanum.

https://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=B3Y-UXX3rWc

Texti lagsins:

Ég kem heim úr skólanum, mér líður ekki vel

lít í spegilinn og átta mig ekki á því hver ég er.

Ég er ekki eins og hinir, ég lít öðruvísi út,

hegða mér á annan hátt, en samt er staðreyndin þó sú

að ég er bara ég, þarf ég að breyta hver ég er?

til þess eins að fitta inn og fá að vera með.

Hvað sem ég geri sjá þau flísina í auga mínu

en ekkert þeirra tekur eftir bjálkanum í sínu.

Það er til tvenns konar fólk, þeir sem hífa þig upp

og þeir sem rífa þig niður.

Þeir reyna að rífa þig niður til að hífa sig upp

og þeir sem hífa þig upp eru alvöru vinir.

Ég læt þetta ekki á mig fá.

Ég er sterkari en það, stend upp fyrir sjáfri mér.

Það dýrmætasta sem ég á

er þetta líf og ég mun lifa því eins og ég er.

Þegar á endann er kominn vinna þeir sem breyta rétt.

Þú sérð samt fljótt að þessi leið er ekki alltaf létt.

Sá sem ranglæti mætir ekki, fylgir alltaf hinum.

Hjálpar ekk’ og stendur ekki upp á móti vinum.

Mótlæti myndar manninn, sýnir úr hverju hann er gerður.

Ekki gefast upp þó heimurinn sé stundum harður.

Bítt’í skjaldarrendur og treystu eigin hjarta

fyrr en varir muntu sjá að þú átt framtíðina bjarta.

Það er til tvenns konar fólk, þeir sem hífa þig upp

og þeir sem rífa þig niður.

Þeir reyna að rífa þig niður til að hífa sig upp

og þeir sem hífa þig upp eru alvöru vinir.

Ég læt þetta ekki á mig fá.

Ég er sterkari en það, stend upp fyrir sjáfri mér.

Það dýrmætasta sem ég á

er þetta líf og ég mun lifa því eins og ég er.

Lag flutt af Mist Edvardsdóttur og Rakel Hönnudóttur. Textinn er eftir Katrínu Ómarsdóttur

Vinatré

Að vinna með vináttu og eiginleika góðra vina getur ýtt undir jákvæð samskipti og sjálfsmynd barna og unglinga. Tilvalið er að nýta lífsleiknitíma í skólum í þá vinnu. Vinatré er skemmtileg leið til að vinna að bættum samskiptum og vináttu meðal nemenda.

Vinatré