Greinasafn fyrir merki: félagsfærni

How to make and keep friends

Við hjá sjálfsmyndarsíðunni getum ekki annað en mælt með bókinni How to make and keep friends: Tips for kids to overcome 50 common social challenges. 

Mynd - sjálfsmynd

Höfundar bókarinnar eru þær Donna Shea og Nadine Briggs sem hafa í mörg ár unnið með börnum sem geta notið góðs af aukinni færni í félagslegum samskiptum.

Í bókinni má finna hagnýt ráð fyrir krakka sem tengjast t.d því að eignast nýja vini, hvatvísi, hópavinnu, einelti, reiði og fleira.

Samvinnu/félagsfærniverkefni

Samvinnu- eða félagsfærniverkefnið Að búa til land má finna í sjálfsstyrkingar og félagsfærniverkefnabók Alanna Jones frá árinu 1998. Bókin getur nýst vel í kennslu eða ráðgjöf með börnum. bók

Verkefnið Að búa til land er einstaklega skemmtilegt og styrkir samvinnu og félagsfærni nemenda. Verkefnið gengur út á það að nemendur vinna saman að því að búa til land, þeir þurfa að komast að samkomulagi um ýmis atriði eins og fána landsins og lög. Eftir verkefnið er mikilvægt að ræða hvernig til tókst í samvinnunni og hvað þarf að bæta.

Verkefnalýsing – Að búa til land:

Það þarf mikla samvinnu í að mynda nýja þjóð og er markmið verkefnisins að fá nemendur til að vinna vel saman, deila verkefnum og sjá til þess að rödd allra fái að heyrast.

Efni – Arkir og litir

Lýsing – Þið hafið fundið eyju sem enginn býr á, eða á. Þið hafið verið valin í nýja ríkisstjórn og þurfið að taka ákvarðanir og klára þessi verkefni:

  1. Nefna landið
  2. Gælunafn á landið
  3. Búa til fána
  4. Finna þjóðarfugl – koma með fugla bók
  5. Finna þjóðarblóm – koma með blómabók
  6. Búa til texta við þjóðarsöng
  7. Búa til mikilvæg lög í landinu
  8. Búa til ríkisstjórn
  9. Finna störf í landinu
  10. …..annað mikilvægt

Hver hópur kynnir sitt verkefni.

 

 

 

Áhugaverð verkefni og verkfæri fyrir börn

Bryndís Guðmundsdóttir þroskaþjálfi benti okkur á þessa áhugaverðu heimasíðu: http://www.senteacher.org. Hér er hægt að prenta út verkefni:http://www.senteacher.org/Print/Other/
feelings

sen<a

Á síðunni má finna skemmtileg og áhugaverð verkefni og verkfæri til að nota í vinnu með börnum t.d. í tilfinningavinnu, félagsfærnivinnu og sjálfsmyndarvinnu.
Við hvetjum alla til að kíkja á síðuna og kanna hvort þar megi finna verkefni sem gæti nýst ykkur vel í starfi/uppeldi.