Fjársjóðsleitin – Rannsókn á árangri námskeiðsins

myndin

Fjársjóðsleitin er sjálfstyrkingarnámskeið fyrir börn á aldrinum 6-10 ára.

Námskeiðið hefur verið í boði frá árinu 2012.

Árið 2016 hófst ítarleg rannsókn á árangri námskeiðsins og var rannsóknin  hluti af meistaraverkefni Ingu Dóru Glan Guðmundsdóttur í náms- og starfsráðgjöf við HÍ.

Niðurstöður voru á þá leið að námskeiðið hafði marktæk áhrif á sjálfsálit þátttakenda. Munur fannst einnig á áhrifum Fjársjóðsleitarinnar á hæfni barnanna að mati foreldra.

Almennt hafa börn á þessum aldri frekar jákvætt sjálfsálit en rannsóknir benda til þess að það lækki þegar börn færast yfir á unglingsárin. Möguleg ástæða þess er talin geta verið raunsærri endurgjöf frá foreldrum og kennurum og líklega hefur samanburður unglinga við jafnaldra sína einnig mikil áhrif.

Mikilvægt er að styrkja sjálfsálit barna áður en þau komast á unglingsár til að sporna gegn lækkun á sjálfsálit seinna meir. Einnig getur gott sjálfsálit haft jákvæð og vernandi áhrif á líðan og hegðun.

Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að Fjársjóðsleitin geti nýst til uppbyggingar á sjálfsmynd barna og þar af leiðandi sem forvarnarstarf við hinum ýmsu geðrænu vandamálum sem steðja að unglingum í dag og tengjast lágu sjálfsáliti og vöntun á sjálfsþekkingu.

Hægt er að nálgast rannsókn Ingu Dóru hér: https://skemman.is/bitstream/1946/31795/1/Fjarsjodsleitin.IngaDoraGlan.pdf

 

Færðu inn athugasemd