Greinasafn fyrir merki: hugarfar

Gagnsemi neikvæðra tilfinninga

Neikvæðar tilfinningar geta verið gagnlegar. Kvíði getur t.d aukið nákvæmni okkar, leiði getur verið merki um þörf fyrir tilbreytingu í lífinu og fleiri krefjandi verkefni, öfund og vonbrigði geta verið merki um langanir okkar og óskir.

Diagram of emotions

Allar þessar tilfinningar geta verið mikilvægar.

 

Gott er að velta fyrir sér af hverju er ég svona reið/ur, leið/ur, stressuð/aður?

Einnig getur verið hjálplegt að velta fyrir sér einstökum tilvikum þar sem þú upplifðir neikvæða tilfinningu og hvaða breytingar tilfinningin hafði í för með sér.

Til dæmis:

  • þegar þú varst reið/ur og fékkst kjark til að standa með sjálfri/sjálfum þér
  • þegar þér leiddist og þú tókst þá að þér ögn fleiri krefjandi verkefni en þú taldir þig ráða við
  • þegar þú öfundaðir vin fyrir starfið hans sem hafði þau áhrif að þú sóttir um svipað starf sjálf/ur.

„So the next time you’re feeling a negative emotion, instead of automatically getting even more frustrated or more upset because of it, take several deep, slow breaths, and consider why you might be feeling this way.“

Heimild: https://blogs.psychcentral.com/weightless/2018/06/negative-emotions-are-important-too/

Að velja sér viðhorf – Myndband

site-logo

Okkur langar að benda ykkur á stutt, skemmtilegt og gagnlegt myndband þar sem Ásgeir Jónsson markþjálfi fjalla um að velja sér viðhorf. Hann fjallar um mikilvægi þess að temja sér rétt viðhorf í lífinu og að hugsa jákvætt.

Endilega skoðið:

http://www.fyrirlestrar.is/fyrirlestrar/ad-velja-vidhorfid