Greinasafn fyrir merki: ráðgjöf

Hvað gerist ef mér mistekst ekki?

?????????????Það er alltaf jafn skemmtilegt þegar fólk hittir naglann  á höfuðið með góðum ráðum, athugasemdum eða spurningum. Í pistli sem Warren Berger skrifaði fyrir Psychology today  kom hann með fimm spurningar sem vert er að spyrja sig.

Þegar kemur að sjálfsmyndinni og bættri líðan getur verið gott að spyrja sig að því hvað myndi ég reyna að gera ef ég vissi að mér gæti ekki mistekist? Þessi spurning hefur lengi verið notuð í ráðgjöf til að hjálpa fólki að komast yfir hræðslu við að gera mistök.

Með því að velta fyrir þér hvað þú myndir vilja reyna að gera eða framkvæma ef þú vissir að allt myndi ganga hnökralaust fyrir sig þá færirðu það „ómögulega“ nær því mögulega.

Hægt er að sjá mál frá nýju sjónarhorni með því að spyrja sig: Hvað gerist ef mér mistekst ekki? 

En enginn er fullkominn og öll gerum við mistök einstöku sinnum 😉 En með því að ímynda sér útkommu án mistaka færum við okkur nær því að hugsa „big and bold“

Warren Berger fjallaði einnig um val okkar eða leiðir í lífinu. Stundum stöndum við á tímamótum og þurfum að velja á milli tveggja kosta. Góð leið til að komast að niðurstöðu er að spyrja: Hvor leiðin eða möguleikinn leiddi til betri lífssögu eða reynslu að fimm árum liðnum?   “No one ever regrets taking the path that leads to a better story.”

Með von um að þessar tvær spurningar hitti naglann á höfuðið 🙂

Elva Björk Ágústsdóttir

Hvert get ég leitað?

Flest börn vita að þau geta leitað til foreldra sinna, kennara, vina eða annarra þegar þeim líður illa eða þegar þau þurfa aðstoð. Sum eiga þó erfitt með að leita til annarra. Í einhverjum tilvikum finnst þeim erfitt að biðja um aðstoð í öðrum tilvikum vita þau ekki hvern hægt er að leita til. ?????????????

Í ráðgjöf með börnum eða í spjalli heima getur verið gott að kortleggja betur leiðir barnsins til að bæta líðan sína. Það getur verið gagnlegt að skoða ólíkar aðstæður og hvetja barnið til að nefna einhvern sem það getur leitað til við mismunandi aðstæður eða aðferðir sem barnið sjálft getur nýtt sér til að leysa vandann eða bætt líðan.

Hér má finna skemmtilegt verkefnablað sem nýtist vel í spjalli með börnum:

Hvert get ég leitað

Elva Björk Ágústsdóttir (Námsráðgjafi/MS í sálfræði)

Leikir og verkefni sem styrkja sjálfstraustið

Anna Ósk Ómarsdóttir námsráðgjafi benti okkur á þessa fínu heimasíðu sem inniheldur skemmtileg verkefni og leiki sem hægt er að nota í ráðgjöf/kennslu. card_games5Meðal annars má finna þar ýmis konar hópeflisleiki og sjálfsstyrkingarverkefni.

http://recreationtherapy.com/tx/txself.htm

 

Verkefni sem styrkja sjálfsmynd

Í vinnu með börnum og unglingum skiptir máli að mynda gott ráðgjafasamband. Gagnkvæm virðing og traust eru nauðsynlegir þættir í góðu meðferðarstarfi. Það er því mikilvægt að gefa sér góðan tíma til að kynnast og byggja upp gott ráðgjafasamband. Í vinnu með ungum skjólstæðingum getur skemmtileg verkefnavinna bæði gert tímann skemmtilegri og gefið skýrari mynd af stöðu barnsins. Hér birtast verkefni sem gott er að nýta í upphafi ráðgjafavinnunnar.

Þetta er ég

Hver er ég?- fjölskyldan

Vinahringur

Söguverkefni

Fjölskyldan mín

Kynning á mér