Hvað gerist ef mér mistekst ekki?

?????????????Það er alltaf jafn skemmtilegt þegar fólk hittir naglann  á höfuðið með góðum ráðum, athugasemdum eða spurningum. Í pistli sem Warren Berger skrifaði fyrir Psychology today  kom hann með fimm spurningar sem vert er að spyrja sig.

Þegar kemur að sjálfsmyndinni og bættri líðan getur verið gott að spyrja sig að því hvað myndi ég reyna að gera ef ég vissi að mér gæti ekki mistekist? Þessi spurning hefur lengi verið notuð í ráðgjöf til að hjálpa fólki að komast yfir hræðslu við að gera mistök.

Með því að velta fyrir þér hvað þú myndir vilja reyna að gera eða framkvæma ef þú vissir að allt myndi ganga hnökralaust fyrir sig þá færirðu það „ómögulega“ nær því mögulega.

Hægt er að sjá mál frá nýju sjónarhorni með því að spyrja sig: Hvað gerist ef mér mistekst ekki? 

En enginn er fullkominn og öll gerum við mistök einstöku sinnum 😉 En með því að ímynda sér útkommu án mistaka færum við okkur nær því að hugsa „big and bold“

Warren Berger fjallaði einnig um val okkar eða leiðir í lífinu. Stundum stöndum við á tímamótum og þurfum að velja á milli tveggja kosta. Góð leið til að komast að niðurstöðu er að spyrja: Hvor leiðin eða möguleikinn leiddi til betri lífssögu eða reynslu að fimm árum liðnum?   “No one ever regrets taking the path that leads to a better story.”

Með von um að þessar tvær spurningar hitti naglann á höfuðið 🙂

Elva Björk Ágústsdóttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s