Árangur – Fjársjóðsleitin (sjálfstyrkingarnámskeið)

myndin

Fjársjóðsleitin er sjálfstyrkingarnámskeið sem þróað var árið 2010 af Elvu Björk
Ágústsdóttur (sálfræðikennara og námsráðgjafa) og  byggir á hugrænni atferlisfræði

Markmiðið með Fjársjóðsleitinni er að byggja upp sjálfsálit í gegnum leik og
skemmtileg verkefni en sem dæmi leika börnin sjóræningja sem fara í fjársjóðsleit en í
leiðinni finna þau sína eigin styrkleika.  Á námskeiðinu er stuðst við þá
skilgreiningu að sjálfsálit sé það álit sem við höfum á okkur sjálfum og feli í sér mat
manneskjunnar á eigin hæfni og virði (Tafarodi og Swann, 1995). Út frá því er skoðað
hvaða hæfni skiptir máli í lífi barnsins og hvernig megi auka getu barnsins í þeim þáttum.
Markmið námskeiðsins er að efla jákvætt hugarfar, styrkja jákvæða eiginleika og hvetja
börnin til að stíga út fyrir þægindaramma sinn, setja sér markmið og ná þeim.

Í rannsókn Ingu Dóru Glan (2018) á árangri námskeiðsins kom í ljós að hækkun varð á almennu sjálfsáliti, bæði hjá stúlkum og drengjum, eftir þátttöku á námskeiðinu.

Einnig var marktækur munu á líkamsmynd stúlkna fyrir og eftir námskeiðið. Aðrir þættir í sjálfsmati barna eins og námshæfni, félagshæfni og íþróttahæfni, hækkuðu líka, en sú hækkun var ekki marktæk.

Marktækur munur fannst á áhrifum Fjársjóðsleitarinnar á hæfni barnanna að mati
foreldra. Einnig fannst marktækur munur á íþróttahæfni stráka og félagshæfni
stelpna.  Það bendir til að foreldrar strákanna tóku eftir jákvæðum mun hvernig þeir
hegðuðu sér í tengslum við íþróttir eða útileiki. Einnig bendir það til að foreldrar
stelpnanna tóku eftir jákvæðum breytingum í samskiptum stelpnanna við jafnaldra.

Niðurstöður rannsóknarinnar á Fjársjóðsleitinni benda til þess að námskeiðið geti haft jákvæð áhrif á almennt sjálfsálit þátttakenda en einnig á sjálfsálit tengt líkamsmynd og íþróttahæfni sem eru einmitt þeir þættir sem mælast lægst hjá börnum á þessum aldri.

Meðferðir og námskeið sem byggja á hugrænni atferlisfræði eru yfirleitt ekki ætluð fyrir skjótunninn bata þar sem frekar er verið að gefa einstaklingum tækin til að ögra neikvæðum hugsunum sem með tímanum vinnur á lágu sjálfsáliti.

Á heildina litið voru börn og foreldrar ánægð með námskeiðið, bæði með
áhrifin frá því sem og verkfærin sem þau öðluðust til þess að halda áfram þessari
mikilvægu vinnu, að byggja upp sjálfsálit sitt, heima fyrir.

Heimild:

Inga Dóra Glan Guðmunsdóttir, 2018. Fjársjóðsleitin; Markviss uppbygging á sjálfsálit.

Click to access Fjarsjodsleitin.IngaDoraGlan.pdf

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s